Teningur - 01.10.1989, Side 10
Pynchon ... Bók Calvinos Ef ferða-
langur á vetrarnóttu, og örugglega
fleiri. En þetta tlmabil, eftirstríðsárin
sem nú er að Ijúka, stendur okkur of
nærri til að við komum auga á allt sem
máli skiptir.
- Finnst þér eitthvað benda til að
hinar ýmsu bókmenntagreinar muni
breytast?
- Bara það sem augljóst er, svo sem
sterkari tengsl skáldsögunnar við
ferðasöguna og vísindaskáldsöguna.
En hinar eldri greinar munu standa á
föstum fæti, en það er aldrei að vita
nema þær verði notaðar á nýjan hátt.
Ef til vill á bókin eftir að breytast, það
eðli hennar að vera skrifaður texti.
Kannski eiga menn eftir að notast við
leiðbeiningarmyndir og teikningar
einsog á tölvuskjám. Það geta orðið
breytingar á því hvernig við miðlum
sögum.
- Þú ert prófessor í amerískum bók-
menntum og hefur skrifað bók um
Saul Bellow ...?
- Á sjötta og í upphafi sjöunda ára-
tugarins fannst mér amerískir rithöf-
undar vera þeir bestu í heimi. Þessir
yfirburðir þeirra er löngu liðin tíð þó
enn séu þar góðir höfundar.
- Hvað með alla ungu amerísku
höfundana í dag?
- Síðasti höfundurinn sem ég hreifst
af var Paul Auster, New York þrí-
leikurinn hans. Vandað verk. Hann
leggur fyrir sig erfiða þraut: að nota
alla mögulega þætti úr leynilögreglu-
sögunni en grafa undan þeim um leið.
Annar höfundur sem ég hef haft
ánægju af að lesa er Rachel Ingalls.
- Þú hefur lengi verið með námskeið
í ritlist við háskólann og bæði lan
McEwan og Kazuo Ishiguro hafa
verið nemendur þínir. Að hverjum
kveður mest í enskum bókmenntum?
- lan McEwan, Graham Swift, Ang-
elu Carter og Martin Amis. Séu þau
ekki þest eru þau að minnsta kosti
dæmigerð.
- Geturðu útskýrt það nánar?
- Öll fjögur hafa þau verið andsnúin
raunsæinu í verkum sínum en öll
reyna þau nú að snúa blaðinu við og
finna nýtt raunsæi. lan McEwan er
gott dæmi. Þegar hann hóf að skrifa,
Paul Auster
það er að segja áður en hann gaf
nokkuð út, voru það mjög huglægar
og persónulegar fagurbókmenntir
undir sterkum áhrifum frá Kafka og
Beckett. Þetta voru andfélagslegar
sögur úr einkaveröld karlmanna, upp-
fullar af súrrealískri sálfræði, ósjaldan
um unga menn sem breyttust í
eitthvað samkvæmt formúlu Philip
Roth í The breast. Sumar þessara
sagna hefur hann á einhvern hátt
notað í smásagnasöfnunum tveim
First love, last rites og In between the
sheets. Leið hans frá smásögunni til
skáldsögunnar er mjög lýsandi fyrir
síðari hluta þessarar aldar. Það virðist
sem margir höfundar þurfi að skrifa
smásögur áður en þeir finna sinn sál-
ræna tón og geta tekist á við skáld-
sögur. Sögur McEwans þróast frá
ungæðislegu ímyndunarafli karl-
manns til þjóðfélagslegra fagurbók-
mennta einsog í The Child in time.
Sjálfur mundi hann lýsa þeirri bók
sem hálfgerðum kvennabókmenntum
þar sem áherslan er lögð á sam-
bandið á milli innra lífs barnsins og
hins fullorðna, og þar sem styrjaldir
og stjórnmál skipta miklu máli.
- Hvað með hina?
- Martin Amis hefur gengið í
gegnum svipaða þróun - það er þess
vegna sem ég lít á þá sem fulltrúa
sinnar kynslóðar. Bæði Success og
Money lýsa eins konar pönk sálfræði
innan frá en báðar tjá þær þessa sál- Á
arfræði á breiðara plani. Martin Amis
er einnig dæmi um höfund sem
hverfur frá andraunsæislegum við-
horfum til raunsæislegra. Angela
Carter, sem skrifar róttækar kvenna-
fantasíur með ádeilubroddi, lítur á
einn eða annan hátt á verk sín sem
innlegg í félagslega baráttu. Þegar
hún notar ævintýr í skáldsögum
sínum er það af því að hún lítur á
ævintýrið sem tæki til að nálgast veru-
leikinn á svipaðan hátt og við notum
ævintýri þegar við útskýrum heiminn
fyrir börnum. í „ævintýrum" hennar
er hefðbundnum hlutverkum og valda-
hlutföllum breytt og á þann hátt vill
hún gagnrýna samfélagið. Graham
Swift er mjög metnaðarfullur höfund-
ar. Það kemur mjög skýrt fram í skáld-
sögum hans, Waterlandog Outofthis
world. Honum hefur tekist að skapa
bókmenntir þar sem bæði hið ómeð-
vitaða og sagan í sínum smæstu
smáatriðum fá að njóta sín. Auk þess
segir hann frá af miklum krafti einsog
best gerist í sagnaskáldskap.
Einar Már Guðmundsson þýddi
8