Teningur - 01.10.1989, Qupperneq 11

Teningur - 01.10.1989, Qupperneq 11
GRAHAM SWIFT SONURINN Þaö er rétt: allt breytist. Þú veist ekk- ert um það sem þú heldur þig vita. Það sem á einum tíma er gott eða vont er það alls ekki á öðrum. Einu sinni skar ég fingurna af móður minni. Þú trúir mér ekki? Það var í Aþenu á meðan stríðið geisaði. Hún var dáin. Hún var dáin af því það var ekkert að borða. Og við börnin vissum allt of vel af okkar tómu mögum til að vera að sóa tímanum í sorgir. Mamma var með þrjá breiða hringi á fingrunum. Þá mátti láta í skiptum fyrir mat. En hnúar hennar voru of bólgnir til að hægt væri að toga þá af. Og af því að ég var elstur og átti að vera í forsvari sótti ég brauðhnífinn ... Fyrir þrjátíuogfimm árum skar ég fingurna af móður minni. Nú sker ég lauk á veitingahúsi. Mér líst ekkert á heiminn í dag. Fyrir þrjátíuogfimm árum dráþu Þjóðverjar Grikki algjör- lega að ástæðulausu, skáru af þeim hendurnar og plokkuðu úr þeim aug- un. En nú hópast þeir þúsundum saman til Grikklands á hverju sumri, taka myndir af hvítum húsum og brosandi mönnum á ösnum og þjást af sólbruna. Það er Adoni sem segir mér frá Þjóðverjunum og myndavélunum þeirra. Hvað ætti ég svo sem að vita um Grikkland? Ég hef ekki komið þangað í þrjátíu ár. Hvað gerirðu þegar land þitt liggur í rústum, þegar stríð hefur rænt þig fyrst föður þínum, svo móður og þeirri tryggu framtíð sem við þér blasir í fjölskyldurekstrinum? Þú gerir það sem sérhver Grikki mundi gera. Þú finnur þer konu sem vill deila með þér örlögum sínum; þið farið með bát til New York eða Englands þar sem þið ætlið að opna veitingahús. Við sjálfan þig segirðu að eftir fimm til tíu ár, þegar þú ert búinn að safna nógu saman, snúirðu aftur til Grikklands. Tuttugu árum seinna, þegar þú rétt hefur náð að skrapa saman fyrir veit- ingahúsi, og um leið komist að því að upp úr veitingarekstri er ekkert að hafa, gerirðu þér loksins grein fyrir að þú munt aldrei snúa aftur. Jafnvel þó tækifæri gæfist mundirðu ekki grípa það. Já, ég vil sól. Ég er Grikki. Hvað er ég að húka hér við Kaledóníugötu? Ég ætti að sitja á einu af stóru, háværu kaffihúsunum í Stadiou eða Ermou, fitla við talnabandið og lesa To Vima. En þannig er það: Þú ert gerður fyrir einn jarðveg en skýtur rótum í öðrum og kemst síðan ekki úr sporunum. En af hverju segi ég „Grikki“? Það eru Grikkir og Grikkir. Ég er fæddur í Smyrnu í Litlu Asíu. Ég var bara smábarn, nokkurra mánaða gamall, þegar mér var pakkað saman og sendur ásamt foreldrum mínum með frönsku skipi, því annað slátrara- gengi, í það skiptið ekki Þjóðverjar heldur Tyrkir, brenndi grísk hús og hjó höfuð hvers Grikkja sem í náðist. Já þannig er það: við fæðumst í ringulreið og þannig líða dagar okkar. Ég heyri skröltið i Önnu úr eidhús- inu fyrir neðan. Hún er að tala við Adoni einsog ekkert hafi í skorist, allt sé við það sama. Það er skrýtið hvernig konur ná fram breytingum; menn eru þrjóskir. „Farðu og leggðu þig, Koustaki mou,“ segir hún. „Þú ert þreyttur. Við Adoni sjáum um til- tektina." Og ég rölti upp stigaþrepin, fer úr skónum, buxunum og skyrtunni og leggst niður í litla herberginu þar sem alltaf er matarlykt. Þetta geri ég á hverjum degi, hálftíma í senn, á milli þess sem við lokum eftir hádegið og áður en við opnum fyrir kvöldið. En í dag hvíli ég mig aðeins lengur. Þreyttur. Af hverju skyldi ég ekki vera þreyttur? í gær - hvílíkur dagur! - þurfti ég að vakna eldsnemma til að taka á móti Adoni á flugvellinum. Við fórum ekki í rúmið fyrr en klukkan þrjú um nóttina. Þegar svo þar við bætist að síðustu tvær vikurnar hef ég þurft að erfiða aukalega, bara af því að Adoni fær allt í einu þá flugu í höfuðið að fara í frí. Til Grikklands. Eftir þrjátíuogfimm ár vill hann allt í einu fá frí. Adoni, Adoni. Hverskildi hafagefið honum þetta nafn sem hljómar svo bjánalega á ensku? Adoni. Ekki vorum það við. Samt var Adoni engu nær. Adonis Alexopoulos, sonur Kosta og Önnu; fæddur í Aþenu 1944; fluttur á brott af foreldrum sínum - alveg einsog ég frá Smyrnu - til annars lands. Hvernig gat hann vitað að faðir hans lá í einhverri fjölda- gröf í Póllandi og að móðir hans dó á meðan hún var að koma honum í heiminn? Fjölskylda Önnu tók hann að sér en hún bjó við Kassavetagötu, 9
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Teningur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.