Teningur - 01.10.1989, Side 41

Teningur - 01.10.1989, Side 41
ANTON HELGI JONSSON TÍÐASÖNGUR segöu mér ekki frá Ijóta andarunganum í kvöld engin dæmi um þann sem finnur sig-sér-sín ekkert snakk um eðli, takk ekki í kvöld heilög marilyn ég hef leitaö, hef leitað og ekki fundið sjálfan mig og líka ég er þreyttur á að vorkenna sjálfum mér og ekki heldur ég nenni að spyrja hver ég sé né hvað ég eigi að vera annan rúnt, annan áfram, annan það gæti verið séns en það er alltaf of seint en það er alltaf of snemma og allt er fjarverandi heilög marilyn 9ef mér að drekka ég er ekki þyrstur nú er komið að mér ég er sannarlega ekki ábyrgur orða minna en ég trúi á orðið, marilyn allra kvikinda líki trúi heilög marilyn hvað er einn meyjarsonur hjá mér barni þínu barni óbyrjunnar mun ég eða mun ég ekki frelsa heiminn heilög marilyn ég er áhorfandi ég breyti heiminum og breyti breyti selskapsdömunni í norn, ó marilyn inni er úti kroppurinn er sálin og ég á ekkert nema minn græna vilja ég hef leitað, hef leitað og ekki fundið sjálfan mig nú er að skapa úr engu marilyn fáðu mér maskarann, marilyn

x

Teningur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Teningur
https://timarit.is/publication/820

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.