Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 10

Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 10
um stund í tvo tístandi fugla, sem flögruðu um salinn). Allt var þetta gert með fáum en greinilegum breytingum á fábrotnum og fremur hversdagslegum búningunum, með látbragðs- og raddbreytingum; öll tilfinninga- blæbrigði voru leikin til hins ítrasta, gleði, sorg, hræðsla, sársauki, hömlulaust en þó með nákvæmu og yfirveguðu látbragði. Þar eð leik- ararnir léku ýmist fyrir framan áhorfendur eða bak við þá, ýmist á miðju gólfi eða úti í horni og gerðu þannig allt herbergið að leik- sviði, neyddu þeir áhorfendur inn í hlutverk þátttakenda, vitorðsmanna, hinna meðábyrgu og lögðu sérstaka áherzlu á þetta með því að beina spurningum og athugasemdum beint til áhorfenda, stundum ofsafengnum og stork- andi. í hinni nýju sýningu Óðin-leikhússins, Kasp- arían, sem gert er ráð fyrir að verði fullunn- in haustið 1967, er hins vegar leikið eins og engir áhorfendur væru viðstaddir. Sýningin er gerð eftir hugmynd og handriti danska rit- höfundarins Ole Sarvig, en einnig eru í henni mörg atriði eftir leikarana sjálfa, og hún bygg- ir á frásögninni um munaðarleysingjann Kaspar Hauser og er dæmisaga um örlög ein- staklingsins í þjóðfélaginu. Kaspar er tákn sérhvers manns: hann lærir að ganga, honum er miðlað af þekkingu mannanna, hann verð- ur ástfanginn, er neyddur í herþjónustu o.s. frv. Og sérhver áhorfenda er hvort tveggja í senn: slíkur Kaspar, nakin mannvera, sem verður að berjast fyrir tilveru sinni og einn „hinna“ þ.e.a.s. ímynd samfélagsins, fordóma þess, aðgerðarleysis og miskunnarlausra reglna. Leikið er í svörtum sal: svartir veggir, svart loft, svart gólf. Þegar áhorfendur hafa komið sér fyrir í sætum sínum, eru þeir látn- ir bíða í svartamyrkri um stund eftir því að sýningin hefjist. Ljóskösturum er komið fyrir á stöllum yfir höfðum áhorfenda og ásamt einföldum leikmyndum, sem leikendur geta setið á, klifrað upp á og fært til, varpa þeir síðan ljósi á sorgarsögu Kaspars í einföldum, ofsafengnum myndum, sem á köflum jaðra við svívirðu. í leikslok er svo aftur svarta- myrkur drjúga stund. Hafi lýsing þessi gefið tilefni til að halda, að hér sé um að ræða einhvers konar andlega nauðgun eða fólk gefi sig hér algerlega gagn- rýnislaust á vald girnda og eðlishvata, er nauð- synlegt að leggja enn einu sinni á það áherzlu, að skilyrði fyrir innilegri túlkun leikandans er sjálfsstjórn hans, sem hann öðlast með sí- felldri vinnu, einbeitni og sjálfsaga. Markmið þessarar vinnu og sérhverrar sýningar er alls ekki að reyna að rugla tilfinningar og vits- muni áhorfenda, heldur einmitt að reyna að örva þessa þætti til hins ýtrasta. Andstætt Grotowski, sem ætíð leggur sígild 8 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.