Birtingur - 01.01.1968, Síða 11

Birtingur - 01.01.1968, Síða 11
K leikrit evrópskrar og pólskrar leikritunar til grundvallar sýningum sínum, hefur Óðin-leik- húsið til þessa valið nútímatexta; þó þar hafi ekki verið fjallað um einstök mál, sem ofar- lega voru á baugi einmitt þá, ber árangur sá, sem náðst hefur vott um meðvitund og áhuga á samtímanum og andlegri og sögulegri að- stöðu nútímamannsins. Leikhúsið bendir ekki á neinar lausnir, það styrkir ekki rótgróna sannfæringu neins — ekki einu sinni hinna „frjálslyndu“ — en það er samt hvorki „ab- súrd“ eða „níhílístískt" í afstöðu sinni. Kannski á eftir að koma í ljós, að þetta leik- listarform samsvari innan leiklistarinnar framlagi Rimbauds innan Ijóðlistarinnar. Að nýju verðum við leidd inn á leiksvið lífsins. Jafnframt því sem Óðin-leikhúsið vinnur að eigin listsköpun er það einnig mótsstaður leikhúsfólks frá öllurn Norðurlöndunum og leggur þannig áherzlu á, að það er ekkert „sértrúar“-fyrirtæki, sem hunzar öll önnur form samtímaleiklistar. Þessi starfsemi, sem er mjög fjölþætt, hófst 1965 með útgáfu ársfjórð- ungsritsins Teatrets Teori og Teknikk, sem á skömmum tíma hefur hlotið orð fyrir að vera líflegasta leiklistartímarit Norður- landa. Það er einskorðað við leiklist og hefur meðal annars birt greinar um leikhús Grotow- skis, um Stanislavski, Antonin Artaud og _.i bxrtingur 9

x

Birtingur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.