Birtingur - 01.01.1968, Page 12

Birtingur - 01.01.1968, Page 12
Witacky, Samuel Beckett og Jean Genet (með tilliti til sviðsetninga á verkum þeirra). Um þessar mundir er svo verið að undirbúa stofn- un eigin forlags, sem gefa mun út bækur um leiklist. Síðan 1966 hefur Óðin-leikhúsið í Holstebro efnt til námskeiða af ýmsu tagi með þátttöku starfandi leikhúsfólks, rithöfunda og leiklist- arfræðinga frá öllum Norðurlöndunum. Hið fyrsta var haldið sumarið 1966; það var þjálf- unarnámskeið fyrir leikara undir stjórn Pól- verjanna Jerzy Grotowskis og Stanislav Broz- owskis (sem er aðalleiklistarkennari við Teatr Pantomimy í Wroclaw). í apríl 1967 var haldin ráðstefna um tékkneskt leiklistarlíf og sóttu hana nokkrir ágætir tékkneskir leik- flokkar (sem sýndu einnig oinberlega í Holste- bro), leikmyndateiknarar og leikstjórar. Enn- fremur voru sýndar tékkneskar kvikmyndir (þar sem öllum var veittur ókeypis aðgang- ur, einnig íbúum bæjarins), haldnir fyrirlestr- ar og efnt til umræðna. Auk hinna erlendu gesta sóttu ráðstefnuna leikarar, leikmynda- teiknarar, gagnrýnendur og rithöfundar frá öllum Norðurlöndunum. Sumarið 1967 var haldið annað þjálfunarnámskeið fyrir leikara, aftur undir stjórn áður nefndra Pólverja. Einnig komu á námskeiðið bandaríski leik- stjórinn Charles Marowitz og franski leiklist- argagnrýnandinn Renée Saurel (skrifar í Les Temps Modernes) og stýrðu umræðum um leiðir leikhúsanna til að vekja fólk til meðvit- undar um ýmis félagsleg, sálfræðileg og póli- tísk vandamál („engageret teater“). Fleiri slík námskeið og ráðstefnur eru fyrir- huguð: annars vegar þjálfunarnámskeið und- ir stjórn erlendra leiklistarkennara, hins vegar kynningar á athyglisverðum þáttum í leiklistarlífi einhvers lands (leiktúlkun, leik- myndum, leikstjórn, félagsfræðilegum stað- reyndum um leikhúsin o.s.frv.). Á komandi leikári er til dæmis gert ráð fyrir, að leik- flokkur Grotowskis Teatr Laboratorium komi og sýni tvö verk og haldin verði tvö norræn námskeið, annað um ítalskt leiklistarlíf, hitt um Berliner Ensemble. Auk þess sem Óðin-leikhúsið menntar eigin leikara — oft eru það nemendur, sem ekki fá listrænni þörf sinni fullnægt við venjulega leiklistarskóla — eru haldin reglubundin nám- skeið fyrir nemendur frá öðrum leiklistarskól- um, nemendur í leikhúsfræðum, rithöfunda og fleiri. Samfélagskenndin er einnig fyrir hendi; í samráði við háskóladcildir á Norður- löndum og erlendis, sem fást við menningar- legar hliðar félagsfræðinnar, er unnið að fé- lagsfræðilegum rannsóknum, sem snerta þjóð- félag það, sem leikhúsið er starfrækt í og er hluti af, svo og vandamál samfélagsins og leiklistarinnar. Óskin um að örva leiklistar- 10 BIRTINGUR

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.