Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 12

Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 12
Witacky, Samuel Beckett og Jean Genet (með tilliti til sviðsetninga á verkum þeirra). Um þessar mundir er svo verið að undirbúa stofn- un eigin forlags, sem gefa mun út bækur um leiklist. Síðan 1966 hefur Óðin-leikhúsið í Holstebro efnt til námskeiða af ýmsu tagi með þátttöku starfandi leikhúsfólks, rithöfunda og leiklist- arfræðinga frá öllum Norðurlöndunum. Hið fyrsta var haldið sumarið 1966; það var þjálf- unarnámskeið fyrir leikara undir stjórn Pól- verjanna Jerzy Grotowskis og Stanislav Broz- owskis (sem er aðalleiklistarkennari við Teatr Pantomimy í Wroclaw). í apríl 1967 var haldin ráðstefna um tékkneskt leiklistarlíf og sóttu hana nokkrir ágætir tékkneskir leik- flokkar (sem sýndu einnig oinberlega í Holste- bro), leikmyndateiknarar og leikstjórar. Enn- fremur voru sýndar tékkneskar kvikmyndir (þar sem öllum var veittur ókeypis aðgang- ur, einnig íbúum bæjarins), haldnir fyrirlestr- ar og efnt til umræðna. Auk hinna erlendu gesta sóttu ráðstefnuna leikarar, leikmynda- teiknarar, gagnrýnendur og rithöfundar frá öllum Norðurlöndunum. Sumarið 1967 var haldið annað þjálfunarnámskeið fyrir leikara, aftur undir stjórn áður nefndra Pólverja. Einnig komu á námskeiðið bandaríski leik- stjórinn Charles Marowitz og franski leiklist- argagnrýnandinn Renée Saurel (skrifar í Les Temps Modernes) og stýrðu umræðum um leiðir leikhúsanna til að vekja fólk til meðvit- undar um ýmis félagsleg, sálfræðileg og póli- tísk vandamál („engageret teater“). Fleiri slík námskeið og ráðstefnur eru fyrir- huguð: annars vegar þjálfunarnámskeið und- ir stjórn erlendra leiklistarkennara, hins vegar kynningar á athyglisverðum þáttum í leiklistarlífi einhvers lands (leiktúlkun, leik- myndum, leikstjórn, félagsfræðilegum stað- reyndum um leikhúsin o.s.frv.). Á komandi leikári er til dæmis gert ráð fyrir, að leik- flokkur Grotowskis Teatr Laboratorium komi og sýni tvö verk og haldin verði tvö norræn námskeið, annað um ítalskt leiklistarlíf, hitt um Berliner Ensemble. Auk þess sem Óðin-leikhúsið menntar eigin leikara — oft eru það nemendur, sem ekki fá listrænni þörf sinni fullnægt við venjulega leiklistarskóla — eru haldin reglubundin nám- skeið fyrir nemendur frá öðrum leiklistarskól- um, nemendur í leikhúsfræðum, rithöfunda og fleiri. Samfélagskenndin er einnig fyrir hendi; í samráði við háskóladcildir á Norður- löndum og erlendis, sem fást við menningar- legar hliðar félagsfræðinnar, er unnið að fé- lagsfræðilegum rannsóknum, sem snerta þjóð- félag það, sem leikhúsið er starfrækt í og er hluti af, svo og vandamál samfélagsins og leiklistarinnar. Óskin um að örva leiklistar- 10 BIRTINGUR
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.