Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 31

Birtingur - 01.01.1968, Qupperneq 31
þeim mönnum, sem ekki vildu láta sér nægja að mála líkt og kynslóðin á undan þeim gerði. Þar með var íslenzk myndlist komin út í hring- iðu þess, sem var að gerast og hætt að vera þægilega íhaldssöm. Þetta kostaði auðvitað fórnir, en fyrirheit um landvinninga réttlættu þær að fullu. Um árabil voru hann og félagar lians næsta einráðir um allar nútímalegar breytingar í íslenzkri myndlist, en á seinni árum hefur svið- ið breikkað og býður heim enn meiri svifting- um, sem er bein afleiðing þess fordæmis, sem hinir eldri gáfu og hvikuðu ekki frá. Þeir standa því ekki lengur einir uppi um nýsköp- un í myndlist á íslandi, því að hópur samherja hefur hér fylgt eðlilegri þróun. Á tímabili mótaðist öll list Þorvalds af algjör- um „Konkretisma“ — stór einföld form hreins- uð af öllum tilviljunum, form sem málarinn hagnýtir fyrir starfsemi sína líkt og náttúran skapar sér stöðugt frumform — egg — skel o.s.frv. eða maðurinn fyrir sína tilvist — verk- færi — vélar o.s.frv. Form Þorvalds voru þá fléttuð sterkum lita- andstæðum, þar sem styrkleiki litarins var þaninn til hins ýtrasta til að gæða lífi þessi flötu og einhæfu form og magna innbyrðis spennu myndbyggingarinnar. Mjög þröngur og óvægur rammi , sem einungis gat verið hinum kröfuhörðustu og sterkustu vænlegur til árangurs. Þetta tímabil hélt honum ekki aðeins bundnum, heldur mörgum hérlendum starfsbræðrum hans, af ólíku upplagi, og varð ekki nær öllum til góðs og sízt þeim, er til minni spámanna töldust — léttvægar grunn- færnislegar stælingar áttu ekki heima í þessu ríki. En Þorvaldi sjálfum varð þetta alvarlegur þáttur átaka á þróunarferli hans — einskonar fráhvarf frá Cobra-tímabilinu, þar sem hann hafði losað full mikið um tökin. Þegar gildi geometríunnar hrundi í heimin- um og upp spruttu ótal nýjar stefnur.sem fæstar voru þó alveg nýjar, en minna bar á, á blómaskeiði ,,konkretismans“ voru menn knúðir til endurmats á hlutunum og víðari yfirsýnar. Og þá sáu menn árangur þessa harða og óvæga skóla greinilega koma fram í myndum Þorvalds í ljósi léttari og mýkri formskipunar þannig, að litir og form voru sem límd við léreftið. í myndum þeim sem fylgja þessari grein sjáum við þróun Þorvalds frá hálf-natúralisma stríðsáranna til hámarks konkretisma og fylgjumst svo með því hvernig liann svo eykur smám saman hreifingu forma í myndum sínum, að lokum er svo Hnan sem hann skildi raunar aldrei við að fullu komin aftur leikandi og spennt. Við skynjum þróun- ina hjá Þorvaldi með því að einbeita okkur að heildinni. Líklega verða all flestir málarar að ganga í skóla einföldunar og ögunar til birtingur 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.