Birtingur - 01.01.1968, Page 37

Birtingur - 01.01.1968, Page 37
fleiri beinast að atómskáldunum. Lærisveinar atómskáldanna (eða ef menn vilja það heldur: þeir sem bættust í hóp atómskálda) hafa ekki þurft við neinn teljandi andróður að kljást, sumir þeirra jafnvel fengið fljótt nokkra við- urkenningu. En hlutur atómskáldanna upp- haflegu hefur verið með öðrum hætti. Hannes Sigfússon og fleiri gáfu út bækur sínar sjálfir og dreifðu þeim til áskrifenda, vegna þess að útgefendur brugðust (helzt hafði verið treyst á Iíristin E. Andrésson). Bækur þessar voru að sjálfsögðu ekki auglýstar og munu fæstar Vera til nema í örfáum bókasöfnum utan Keykjavíkur. Það stóð hinsvegar ekki á skömmum, narti og hnútum í garð nýju skáld- anna. Og brátt hafði almenningur á takteinum oýtt orð sem það gat notað um skáldin sem áttu að vera með alskegg og hár niður á herð- ar: atómskáld. Orðið var tekið úr bók eftir Laxness, Atómstöðinni, en þar segir höfundur frá nokkrum afkáralegum skáldum sem hann gefur heitið atómskáld. Orðið fékk smám sam- 3h sömu merklngu og leirskáld og þó aðra hierkingu jaínframt, því að atómskáldin voru verri en ieirskáld, þau voru þjóðhættuleg, höfðu gcrt tilræði við íslenzka tungu og menn- ingu. Engum þykir taka því að amast við því á nokkurn hátt, hvað þá skrifa skammargrein- ar í blöðin, þótt leirskáld birti eftir sig kvæði 1 blöðum eða tímaritum. En atómskáldin þóttu svo hættuleg að síðan þau komu fram hefur grein eftir grein verið skrifuð í blöð og tíma- rit og prestar jafnvel lagt sitt lið í helgidóm- inum til að vara þjóðina við þessum ófögnuði. Það var því tæpast við því að búast að þau næðu til almennings? Þjóðin smitaðist öll af andróðrinum gegn þeim. Atómskáldin í bók Laxness þjónuðu ákveðnu hlutverki í sög- unni, en voru ekki frá höfundarins hendi nein spegilmynd af þeim ungu skáldum sem voru að kveðja sér hljóðs meðal þjóðarinnar. Engu að síður hélt almenningur að þarna væru tengsl á milli. Halldór leiðrétti þenn- an misskilning löngu síðar, en sú leiðrétting kom vitanlega helzt til seint. Þeir sem betur vissu en almenningur eða höfðu að minnsta kosti betri skilyrði til að kynna sér hvað um var að vera, gerðust ekki málsvarar þeirra skálda sem voru að reyna að endurnýja ís- lenzka ljóðagerð, heldur dekruðu við stirðn- aða hefð. Vonlaust er að nokkur skilningur geti orðið á skáldskap, ef menn nálgast hann með því hugarfari að alls ekki geti verið um skáld- skap að ræða, en þannig hefur margur maður- inn einmitt nálgazt svo nefnd atómljóð. Það hefur verið kennt á fslandi að stuðlar og höf- uðstafir (flestir vilja jú hafa rím líka) ákvarði hvað sé ljóð á íslenzku. Með nýju ljóðlistinni er þetta orðið að lokleysu (hefði fyrr mátt ®IRTINGUR 35

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.