Birtingur - 01.01.1968, Page 53

Birtingur - 01.01.1968, Page 53
óljósa bil milli hins raunverulega og óraun- verulega. Ljósmyndarinn Thomas (David Hemmings) skoðar heiminn og mannfólkið gegnum myndavélina sína, sem er í rauninni partur a£ hans lífi. (Gæti ekki verið einhver líking með Thomasi og Antonioni, sem eitt sinn sagði: „Að búa til kvikmynd er hluti af lífinu; a. m. k. hvað mér viðkemur“?) í stuttu máli er söguþráðurinn á þessa leið: Thomas veitir athygli ungum elskendum í skemmtigarði. Hann tekur myndir af þeim. Konan verður hans vör og vill fá filmuna. Hún er meira að segja reiðubúin að samrekkja honum, ef í það fer. Þann kost tekur Thomas, en lætur hana síðan hafa vitlausa filmu. Hann framkallar réttu filmuna og kemur þá í ljós, við stækkun á myndunum, maður í leynum með skammbyssu í hendi og lík af karlmanni, falið í runna. Thomas hefur með öðrum orð- um orðið vitni að morði. Hann fer til kunn- ingja síns, sem staddur er í partíi, en ekki við- mælandi sakir eiturlyfja. Thomas ílendist á staðnum, en þegar hann kemur heim, eru all- ar filmurnar horfnar. Hann fer útí skemmti- garðinn, en þá hefur líkið verið numið brott. barna í skemmtigarðinum rekst hann á stúd- enta í mímuleik, og ósjálfrátt verður Thomas þátttakandi í leiknum. Áhorfendum er nú ijóst, að hann mun ekkert aðhafast framar til að upplýsa morðið. Táknræn mynd úr „Sólmyrkvanum." Monica Vitti og Alain Delon. Niðurlagsorð: Þetta er aðeins fátæklegt spjall um kvikmyndir Michelangelo Antonionis, sem líklega er fremstur allra núlifandi kvik- myndahöfunda. Vonandi gefst seinna tími til að vera verkum hans verðugri skil, en það verður að bíða. Læt ég þessu lokið með lýs- ingu Antonionis á vinnubrögðum sínum: „Ég er frekar andvígur því að yfirfara atriði daginn áður en takan hefst. Stundum fer ég á staðinn, þar sem taka á fram að fara, án þess að vita, hvað ég á að kvikmynda. Ég kýs held- ur þá aðferð, að koma um leið og taka mynd- arinnar á að hefjast, og allt er óundirbúið. Oft bið ég um að vera einn á staðnum í kortér til hálftíma, en á meðan læt ég hugsanir mínar reika. Allt sem ég geri er að grandskoða um- hverfið, sem er mér mikil stoð og stytta, því að án þess fengi ég ekki hugmyndir.“ birtingur 51

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.