Birtingur - 01.01.1968, Page 59

Birtingur - 01.01.1968, Page 59
NICANOR PARRA: EINLEIKUR Á PÍANÓ Þarsem líf manns er ekki annað en ofurlítil athöfn í fjarska Ofurlítil froða sem glitrar innan í glasi Þarsem tré eru ekki annað en tré á hreyfingu. Ekkert nema borð og stólar á eilífri hreyfingu. Þarsem við sjálf erum ekki annað en verur (Þarsem guðdómurinn er ekki annað en guð) Þarsem við tölum nú ekki til þess eins að í okkur heyrist heldur líka til að aðrir geti talað og bergmálið megi fara á undan röddinni sem vakti það upp; Þarsem við höfum ekki einu sinni harmabót í ringulreið í garðinum sem geispar og fyllist lofti ráðgátu sem við hljótum að leysa áður en við deyjum svo við getum vaknað kæruleysislega aftur til lífsins einsog ekkert væri þegar við höfum leitt konu á glapstigu Þarsem himinn er líka í helvíti, leyfið mér stinga uppá nokkrum atriðum: Ég óska eftir að gera hark með fótunum Ég vil að sál mín finni sinn rétta líkama. T. V. sneri

x

Birtingur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.