Húsfreyjan - 01.10.1964, Síða 6

Húsfreyjan - 01.10.1964, Síða 6
og fyrirlestrar eftir Krislinamurti og seld- ust það vel, að salan stóð undir útgáfunni, sem ég sá þá alveg um. Hvar sem liann fór, flykktist fólk að honum, og vikli ná sambandi við liann, elti hann jafnvel land úr landi. Persónuleiki Krishnamurtis var töfrandi, viðmótið þannig að flestir, sem mættu honum, heilluðust, jafnvel þó kenningarnar væru þeim lítils virði. Ut frá lionum streymdi elska, sem virtist um- lykja allt og alla og sögur gengu um mátt- arverk og yfirnáttúrlegan kraft, sem út frá lionum gengi, jafnvel að lionum óaf- vitandi. Eftir því, sem árin liðu, breyttist þetta smám saman. Það var ekki hægt að kom- ast lijá að taka eftir því, að hér var að gerast enn að nýju, það sem Krishnamurti vildi forðast mest af öllu, persónudýrkun, sem nálgaðist tilbeiðslu. Sama fólkið hlust- aði á hann ár eftir ár og tróð sér fram og reyndi að ná sem mestu persónulegu sambandi við hann. Þrátt fyrir allar til- raunir hans og yfirlýsingar í gagnstæða átt, var iiann að verða leiðtogi nýs félags, með öllum einkennum trúarfélags. Hvernig brást nú Krishnamurti við þessu? Hann breyttist líka smátt og smátt, og varð greinilega meira og meira leiður á foringjahlutverkinu. Snmarið 1938 sá ég hann seinast í Ommen. Hann var þá gjör- breyttur maður. Það var eins og gleðin væri horfin úr svip lians og þar með einn- ig hin geislandi elska, sem allt vermdi. Það var næstum því biturleiki í ræðu hans, þegar hann kvartaði yfir skilningsleysi fólksins, sem hér kæmi ár eftir ár, án þess að breytast nokkurn hlut eða auka skiln- ing sinn. Hann gaf fólki þá ekkert færi á sér utan fyrirlestranna, og hann lýsti því margsinnis yfir að þetta gæti ekki lialdið svona áfram. Við yrðum að losna við sig. til þess að ná sjálfstæðum þroska, og liann skyldi með einhverjum ráðum koma okk- ur burtu frá sér. Á mig verkaði þetta þannig, að mér fannst hann verða rétt eins og liver annar ófullkominn maður, sem ekki gat haldið gleði sinni og lífselsku, þegar honum tókst ekki að ná þeim árangri með boðskap sín- um, sem hann hafði vænst. Ég tók þá ákvörðun, að ég myndi án frekari frávís- unar frá hans hendi draga mig til baka frá því starfi að kynna boðskap hans hér á landi. Það gerði ég líka og sagði seinna opinberlega frá því hér heima. Síðan eru nú liðin 26 ár og í sumar sá ég hann aftur. Á stríðsárunum heyrðist ekkert frá Krishnamurti. Ég heyrði hans heldur ekki getið fyrstu árin eftir stríð. Bjóst þó við, að hann væri lifandi, þar eð ekki hafði heyrzt um lát hans. En svo fóru að ber- ast fréttir um, að enn ferðaðist hann um og kenndi, mest í Indlandi og Kaliforníu. Seinna kom liann svo til Evrópu, og flutti fyrirlestra í London og IJ’arís. Þessir fyrir- lestrar voru svo gefnir út, og ég náði vit- anlega í allt, sem prentað var, því enn lék mér mikill hugur á að fylgjast með ferli hans. Ég tók strax eftir því, að enda þótt kjarni kenningar hans væri greinilega sá sami og áður, þá var framsetningin miklu Ijósari og hann var á vissan hátt miklu nær vandamáálum daglegs lífs en liann liafði áður verið. Bækur hans hafa líka nú upp á síðkastið fengið miklu meiri útbreiðslu en áður, nýjustu bækur hans verið endurprentaðar livað eftir annað og hlotið mikla viðurkenningu af ýmsum þekktum ritdómurum. Einnig hingað til Islands hafa þær verið fluttar og munu framvegis fást í bókaverzlun Snæbjarnar Jónssonar. Allmörg síðustu árin hefur Krishnamurti haft sumarfundi í Saanen í Sviss, líkt og hann áður hafði í Ommen. Heldur liann 10 fyrirlestra á þremur vikum og svarar fyrirspurnum eins og áðnr. Undir niðri hefur mér víst alltaf fundist, að ég yrði að sjá hann einu sinni enn og vita, liver áhrif hann hefði nú á mig, enda þótt ég vitanlega gæti lesið hækur hans hér heima. Hann er nú 69 ára gamall og alveg hvítur fyrir hærum. En hann er þó ekki gamal- legur, grannur og hreyfingarnar ákaflega léttar. Allt annað fyrirkomulag er á þess- um mótum, heldur en var í Ommen, því 4 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.