Húsfreyjan - 01.10.1964, Qupperneq 20

Húsfreyjan - 01.10.1964, Qupperneq 20
liafa valdið livað mestum breytingum í lífi húsmæðra. Þá fluttist verksvið margra þeirra í fyrsta sinn út fyrir veggi heimilis- ins, en aðrir tóku við miklu af þeim fram- leiðslustörfum, sem höfðu tilheyrt verka- liring húsfreyjunnar. S. T. Hinn gamli, fasfmótaði rammi um verksvið húsfreyjunnar sem livarf á þessari öld og hún stóð frammi fyrir þeim vanda, að velja milli ýmissa starfa utan heimilis og heima. S. H. Fleiri og fleiri aðilar eru reiðubún- ir að taka að sér framleiðslustörf fyrir heimilin, en þeim fjölgar ekki að sama skapi, sem vilja taka þátt í viðlialdi þeirra. Þó keppast menn við að safna æ fleiri mun- um, sem allir þarfnast viðhalds og umhugs- unar. S. T. Yirðist ykkur ungar stúlkur al- mennt hafa mikinn hug á að búa sig undir sjálfstæð störf, önnur en liúsmóðurstörf? S. H. Nei, a. m. k. ekki þær, sem koma í liúsmæðraskóla. Eftirtektarvert er, live fáar kæra sig um að hefja sérnám í öðr- um greinum en þeim, sem kalla má kvenna- störf, svo sem hjúkrun, hárgreiðslu o. s. frv. Mjög fáar konur verða t. d. málarar, húsgagnasmiðir eða prentarar, svo nefnd séu nokkur störf, sem ætla mætti, að kon- um lientuðu ágætlega. Margar virðast kjósa að fara í ígripavinnu, þar sem lítillar menntunar er krafizt. E. G. Jafnvel þær, sem fara í framhalds- skóla eftir að skyldunámi lýkur, virðast því miður rnargar liverjar aldrei hugsa liærra en að komast á skrifstofu eða í af- greiðslustörf og híða þar lijónabands. Ég lield, að tiltölulega fáar niennti sig mark- visst til þess að fá betri stöður, segjum t. d. til þess að verða góðir einkaritarar. Einnig til húsmóðurstarfa er nauðsynlegt að afla sér góðrar menntunar, og kona, sem kann vel til heimilisverka mun einnig eiga auðvelt með að bæta við sig störfum á öðr- um vettvangi, gerist þess þörf. S. T. Það hlýtur að vera rnjög óheppileg afstaða til hjónabands og starfsmenntunar í senn, að hugsa um hjónaband sem eins- konar atvinnubótavinnu, sem ekki krefjist raunhæfrar kunnáttu í neinu starfi. En sýnist ykkur ekki að góð og hagnýt mennt- un, bókleg og verkleg, sé sá bezti varasjóð- ur, sem kona getur aflað sér? E. G. Engin kona veit fyrirfram liver verða örlög hennar og ævikjör. Yerði hún af einhverjum ástæðum að ala ein önn fyrir fjölskyldu sinni, bætir góð menntun aðstöðu hennar stórlega. Fari stúlkur í Verzlunarskólann eða Kennaraskólann geta þær lokið þar stúdentsprófi, en jafn- vel þótt þær stöðvist fyrr á námsbrautinni, öðlast þær ineð verzlunar- eða kennara- prófi dýrmæt atvinnuréttindi. Með stúd- entsmenntun að baki geta þær síðar á æv- inni tekið lil við háskólanám og bætt enn aðstöðu sína. Helzt ætti það að standa öll- um opið, að taka stúdentspróf í áföngum. Iðnnám í starfsgreinum, eins og hárgreiðslu og kjólasauini, ætti einnig að geta reynzt konum mjög liagnýtt síðar meir, þótt ekki sé unnið við það um nokkurt árabil. S. H. Það gefur vísbendingu um starfs- val kvenna hvaða lilutfall er á milli pilta og stúlkna, sem útskrifuðust úr nokkrum hinna æðri menntastofnana s.l. vor. tír Háskóla íslands útskrifuðust 12 stúlkur, en 62 piltar, úr Kennaraskólanum útskrifuð- ust aftur á móti 50 stúlkur og 13 piltar, úr 4. bekk Verzlunarskóla Islands 33 stúlkur og 39 piltar og úr Iðnskólanum 20 stúlkur og 206 piltar. S. T. Hvernig væri að telja stúlkur á það, að miða menntun sína við það, að þær muni kannski giftast um tvítugt, eignast börn og sinna heimilisstörfum nær ein- göngu þangað lil börnin stálpast, en ef ástæður leyfi, þá hefji þær nám á ný eða rifji upp starfsleikni, sem þær höfðu áunn- ið sér á öðrum vettvangi fyrir hjónaband? Margar miðaldra konur vilja taka upp störf utan lieimilis þegar börnin eru farin að heiman og skyldustörfum þar fækkar. S.H. Það væri mikil nauðsyn að gefa konum tækifæri til endurmenntunar, því margar stúlkur giftast svo ungar, að þær hafa naumast tíma til að afla sér mennt- unar. f nokkrum skólum mun vera ákveð- ið aldurshámark nemenda og ætti að at- 18 HÚSFREYJAN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.