Húsfreyjan - 01.10.1964, Side 43

Húsfreyjan - 01.10.1964, Side 43
 Jólaskraut Hjartapokar og stjörnur Fléttaðir hjartapokar úr mislitu gljáabréfi eru fallegt og látlaust jólaskraut, en nákvœmni þarf að viðhafa, þegar þeir eru teiknaðir og sniðnir. I jólablaði Húsfreyjunnar 1954 (bls. 28) er nákvæm fyrirsögn um gerð venjulegra hjarta- poka. Á meðfylgjandi skýringarmynd eru upp- drættir af þremur óvenjulegum pokum, einum með litlu hjarta á, öðrum með bjöllu og þriðja með blómi. Búið til snið eftir uppdrættinum (hver reitur = Vz sm). Hver poki er gerður úr tveimur eins sniðnum hlutum, sitt með hvorum lit. Athugið, að hvor hluti er tvöfaldur, þ.e. brot á honum neðst (sbr. FOLD á uppdrættinum). Nauðsynlegt er að líma niður bogann y á pok- anum með hjartanu á, þegar búið er að flétta. Límið hanka á pokana innanverða. Jólastjörnurnar eru gerðar úr mislitu silki- bréfi. Ferningur af bréfi, t.d. 8—10 sm á hvorn veg, er brotinn eins og sýnt er á meðfylgjandi skýringarmynd 1, 2, 3 og 4. Þá er sniðið af hon- um eftir punktalínunni á 4 og síðan klippt eftir munstrinu á 5. Límið tvinnalykkju á einn stjörnuoddinn. HÚBPREYJAN 41

x

Húsfreyjan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.