Húsfreyjan - 01.10.1964, Page 45

Húsfreyjan - 01.10.1964, Page 45
Kavíar: Heilhveitibrauð og rúgbrauð. Smyrjið kaviar á sneiðarnar, sem eiga að vera litlar,- leggið eggjasneiðar yfir. Skreytt með stein- selju. Einnig er gott og fallegt að hafa eggjasneiðarnar undir og kaviar ofan á. Raikjur: Heilliveiti- eða liveitibrauð. Fallegt að brauðsneiðarnar séu kringlóttar. Bezt er að skreyta bara með sítrónusneið og stein- selju. Einnig er majonnes oft höfð með rækjum. Steiktur fiskur: Heilhveitibrauð. Leggið fallegt stykki á hverja sneið, gott að hafa salatblað undir. Skreytt með remoulaðisósu og sítrónu. Humar: Heilhveitibrauð. Skreytt með majonnes og sítrónusneið, einnig steinselju ef til er. Sjólax: Heilhveitibrauð. Leggið lirærð egg fal- lega í topp á laxsneiðina, skreytt með grænu. Sardínur: Rúgbrauð eða heilbveitibrauð. Leggið sardínurnar helzt á salatblað, sprautið majonnes viö hliðina á. Sítrónusneið reist yfir og karsa stráð á. Hrogn: Rúgbrauð, heilliveitibrauð. Leggið fal- legar Iirognasneiðar á sneiðina, tómat- majonnes sett ofan á. Skreylt með kapers og olivum. Einnig er gott og fallegt að smyrja með ýmiskonar salötum, sem bezt er að setja á brauðið, um leið og það er sett inn á borðið, ef salatblöð eru ekki fyrir hendi til að setja undir salötin. Hrátt rifið grænmeti ýmiskonar með sítrónusafa er bæði fallegt og ljúffengt, svo ekki sé minnst á tómata og agúrkur. Um bækur Islenzk sjónabók, eftir Elsu E. GuSjónsson Það veröur ekki sízt lesendum „Hús- freyjunnar“ fagnaðarefni, að Elsa skuli hafa ráðizt í að gefa út þessa bók. 1 lienni eru, eins og liún sjálf segir, gömul munstur í nýjum búningi. Mörg þeirra þekkjum við úr „Sjónabók Húsfreyjunnar“ undanfarin ár, en ekki liafa þó öll birzt þar. Elsa E. Guðjónsson starfar á Þjóðminja- safninu og þar hefur hún gert merkilegar athuganir á ýmsu, sem snertir vefnað og út- saum frá liðnum öldum. Hún segir frá upp- runa gamalla dúka um leið og hún bendir nútímakonum á livernig liagræða má hin- um fögru, gömlu munstrum svo, að þau samræmist smekk nútímakvenna og geti á ný orðið heimilisprýði. Hún kennir einnig með nákvæmum teikningum hvernig saiuna á gömul spor, svo sem augnsaum, fléttusaum, glit o. fl. Er aRur frágangur bókarinnar einkar snyrtilegur og fágaður og mun öllum þeim, sem handíðum unna, þykja að henni mikill fengur. Sem andvarp stutt, eftir Anne Philippe Sú samþvkkt var eitt sinn gerð í ritstjórn „Húsfreyjunnar“, að birta aðeins umsagnir um bækur, sem komið hefðu út á íslenzku eða Norðurlandainálunum, en fyrir HÚSPREYJAN 43

x

Húsfreyjan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.