Húsfreyjan - 01.01.1966, Qupperneq 9

Húsfreyjan - 01.01.1966, Qupperneq 9
semi við öll störf. Ekkert aldursskeið er jafn viðkvæmt og barnsins og krefst jafn- mikillar árvekni og aðgæzlu. öllum okkur er taka að sér starf í barnaspítala verður að vera þetta ljóst. Við erum með fjöregg og dýrmætustu eign þjóðarinnar — fram- tíð hennar. — Okkur er líka ljóst að foreldrar trúa okk- ur fyrir því dýrmætasta sem þau eiga. Á- byrgð okkar er því mikil. Hlutverk Barnaspítala Hringsins eru fleiri en þetta. Annað veigamikið verk- efni er kennsla, bæði hjúkrunarfólks og lækna. Nú skapast aðstaða til að veita okk- ar ungu mönnum svipaða menntun í þess- ari grein og veitt er læknum annarra þjóða, en mikið skortir nii á að svo sé. Hér eiga ungu mennirnir að læra fræðin um barn- ið, bæði það sjúka og heilbrigða, læra að umgangast það og þykja vænt um það. Sá er allt þetta kann er viss um árangur í starfi. Á þessari stundu liefir síðasli sjúklingur- inn verið lagður í barnadeild Landspítal- ans. Þeir urðu alls 5.321 á rúmum 8 árum. Næsti sjúklingur verður skráður í Barna- spítala Hringsins. 1 barnadeild Landspítalans bafa margir fengið bót meina sinna og við sem þar unn- um átt inargar ánægjustundir, en einnig stundir vonbrigða og erfiðleika. En þegar á allt er litið verða björtu bliðarnar svo miklu minnisstæðari að enginn sér eftir að hafa starfað þar. Þessi deild befir líka verið okkur góður skóli til undirbúnings því starfi er okkar bíður í Barnaspítala Hringsins og við mun- um öll gera okkar bezta. Nú, þegar okkar gamla deild er öll, vil ég leyfa mér að þakka starfsfólki mínu fyr- ir frábær störf frá fyrstu stundu. Allir — undantekningarlaust — liafa sýnt áliuga, skvldurækni og dugnað — starfsgleðin hef- ir verið snar þáttur og alltaf hefir verið sjálfsagt að leggja á sig aukaerfiði, þegar þess gerðist þörf. Með slíku fólki er gott að starfa. Ég vil líka þakka starfsfólki annarra deilda og stjórn spítalans ánægjulegt og HÚSFRETJAN Chon.italclsens^éla^íö ní/iœlt Elzta kvenfélag landsins, Thorvaldsensfé- lagið í Reykjavík, átti á s. 1. ári níutíu ára afmæli og minntist þeirra tímamóta mynd- arlega á ýmsan liátt. Saga félagsins liefur fyrr verið rakin all rækilega í „Húsfreyj- unni“ og því verdur fátt eitt ritað nú, nema árnaðaróskir ritsins, sem samfagnar þeim dugmiklu konuin, sem í félaginu starfa og halda áfram að láta gott af sér leiða. Líknarstörf, munnleg og verkleg fræðsla kvenna, matgjafir og jólatrésskemmtanir voru meðal fyrstu verkefnanna, sem félag- ið valdi sér. Um aldamót komu þær á fót Thorvaldsensbazarnum, sem starfar enn af miklum krafti og selur margs konar lianda- vinnu. Árið 1906 var stofnaður Barnauppeldis- sjóður Tliorvaldsensfélagsins, sem síðan liefur veilt margliáttaða aðstoð, þó lengst verði að líkuin í minnum haft, er félagið afbenti Reykjavíkurborg að gjöf vöggu- stofu árið 1963. Aflienti félagið borgar- stjórn eina milljón króna á níræðisafmæl- inu til viðbótarbyggingar við vöggustofuna. Margt fleira liefur félagið látið til sín taka, þó ekki sé hér upp talið. Formenn félags- ins liafa verið frá uppbafi: Þórunn Jónas- son, María Ámundadóttir, Fransiska Olsen, Ragnheiður Gíslason, Guðrún Jónsdóttir, Svanfríður Hjartardóttir og Unnur Scliram, sem nú gegnir formennsku. „Húsfreyjan“ óskar Tliorvaldsensfélag- inu allra lieilla og gæfu í framtíðarstörfum. Þ*s#\r*srsrsrv#\rvrsrsrsrsr^s#srsr<*sr^s#s#'#srsrs*s#\rsr*^srsr*srs*v#'*v# farsælt samstarf. Án þess liefði árangur okkar oft orðið rninni en raun varð á. Ég vona að þetta samstarf breytist ekki. Að lokum vildi ég bera fram eina ósk liinum nýja Barnaspítala Hringsins til handa. Hún er sú, að sá andi er ríkt hefir í gamla staðnum megi flytjast með börn- unum yfir í nýju búsakynnin, — andi vin- áttu og samstarfs, árvekni og trúmennsku, slarfsgleði, dugnaðar og kunnáttu. Þá mun vel farnast. 5

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.