Húsfreyjan - 01.01.1966, Qupperneq 36

Húsfreyjan - 01.01.1966, Qupperneq 36
botni, þar sem kopar leiðir vel hitann. Slíkir pottar eru haldgóðir, en dýrir. Margir pottar eru nú framleiddir með mælistrikum að innanverðu, og jafnvel þótt slíkt sé ekki nijög nákvæmt, er hægt að hafa gagn af því. Ef pottlokin eru flöt, má láta disk eða fat eða annað, sem þarf að liita, ofan á þau og nýta þannig betur hitann af hellunni. Hraðsuðupottar spara tíma og rafmagn. Er maturinn 6oðinn við þrýsting, og hækk- ar þá hitastigið og maturinn soðnar fyrr. Með hverjum potti fylgir leiðarvísir, sem þarf að lesa vandlega áður en potturinn er tekinn í notkun. Aðgætið að ventillinn á pottinum stíflist ekki, og notið yfirleitt slíka potta með gát. Stundum má nota eldföst mót í staðinn fyrir potta og er skemmtilegt að bera fram mat í þeim. Sum mót má jafnvel láta á eldavélarhellu, en flest mót má einungis láta í heitan bökunarofn. Þessi ílát eru oft- ast úr leir eða gleri og því ekki eins sterk og venjulegir pottar. Þeir þola ekki snögg- ar hitabreytingar. Eldhússkálar eru til úr ýmsum efnum eins og leir, postulíni, gleri, plasti, ryð- traustu stáli o. s. frv. Vinnuskálar þurfa að vera stöðugar á borði. Hentugar eru smjörkrukkur ílangar í laginu þannig að hægt sé að láta % kg smjör beint í þær án þess að þurfa að búta það í sundur. SkurSarbretti: Jafnvel þó að skurðarbretti sé í eldhús- borðinu er þægilegt að eiga laust bretti fyrir lauk o. fl. Skurðarbretti úr tré fer vel með eldhúslinífana, sem fljótt verða bitlausir, sé notað plast- eða glerbretti. Rispuð plastbretti eru ekki sérlega þrifa- leg í notkun. Hnífar: Beztu hnífarnir eru framleiddir úr ryð- traustu stáli, sem hefur verið hert. Skaftið þarf að vera úr harðri viðartegund, og blaðið þarf að vera fest við skaftið með linoðum, sem ekki ryðga. Hnífar með öldumyndaðri egg (bylgju- egg, ,,bölgeskær“) halda vel biti. Eru þeir hentugir fyrir brauð og ýmislegt annað. En til þess að skera kjöt og flaka fisk þarf að eiga góðan hníf með beinni egg og með frammjóu blaði. Steikaraspaðinn verður að vera sveigjan- legur í blaðendann. Nauðsynlegt er einnig að eiga lítinn hníf til að flysja með kartöfl- ur og einnig er hagkvæmt að eiga liníf með rauf í blaðinu til að flysja með gulrætur, epli o. fh, (t. d. kartöflur, ef á að sjóða þær flysjaðar). 32 HÚSFREYJAN

x

Húsfreyjan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Húsfreyjan
https://timarit.is/publication/831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.