Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 12

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 12
io Sigurður Konráðsson breyst í samfélaginu þegar við yngri félagar hans tókum að okkur þáttinn áratugum síðar og klifuðum á því sama sem hann ræddi á sínum tíma. Einnig vakti Indriði mikla athygli og það langt út fyrir heim íslenskra fræða þegar Stafsetningarnefndin skilaði áliti árið 1974. Sennilega er álitið frægast fyrir það að með því var setunni úthýst úr íslensku ritmáli. Indriði vildi þó fleiri bókstafi feiga og skilaði því séráliti. I tillögum hans lagði hann m.a. til að bókstafurinnjy yrði lagður niður. Rökin væru einkum þau að bókstafurinn hefði ekkert sérstakt hljóðgildi og hefði ekki haft um aldir; nóg væri að rita i. Þá stakk frægur maður upp á því að bókstafurinn i yrði frekar lagður af og höfundur tillögunnar gæti ornað sér við að rita eigið nafn, Yndryðy. Fleiri breytingar lagði Indriði til. Þar má nefna je fyrir é, breiðan sérhljóða á undan ng og nk. og eitt n í áherslulausum end- ingum og ákveðnum greini þar sem nú skal rita tvö (til dæmis hestin fyrir hestinn, fegin í karlkyni fyrir feginn). Astæðan fyrir þessum tillögum var auðvitað fyrst og fremst sú að auðveldara yrði að læra stafsetningu. Þótt tillögur Indriða yrðu ekki samþykktar vöktu þær mikla athygli. Jafnframt lýsa þær hugarfari hins milda og réttsýna kennara sem vill að nemendur geti einbeitt sér að mikilvægari verkefnum í íslenskri tungu en atriðum sem honum þóttu ekki skipta miklu máli. Framan af starfsævi Indriða fór mestur tími hans í kennslu. Það er tímafrekt að lesa yfir ritgerðir, leiðrétta verkefni og færa mál og frágang til betri vegar. Hann lagði áherslu á að skila af sér bunkum sem allra fyrst og þá varð vinnudagur oft langur. Þegar Kennaraháskóli Islands var stofn- aður breyttust aðstæður mjög og svokölluð rannsóknarskylda varð til á kostnað kennsluskyldu. Þá loksins gafst tími til þess að huga að ýmsu sem krefst mikillar yfirlegu. Þá fyrst, þegar Indriði er kominn fast að fimm- tugu, fær hann langþráð tækfæri til þess að sinna rannsóknum. Þar skipti einnig máli að árið 1976 verður Indriði námstjóri í íslensku í menntamála- ráðuneytinu. Þar kynnist hann ýmsum stefnum og straumum í móður- málskennslu á Norðurlöndum og Englandi. I kjölfarið varð hann einn af stofnendum Samtaka móðurmálskennara og upphafsmaður og fyrsti rit- stjóri tímarits samtakanna, Skímu, en fyrsti árgangur tímaritsins, sem enn lifir góðu lífi, kom út 1978. Um miðjan áttunda áratuginn fer Indriði að þróa og semja kennsluefni í íslensku máli. Þetta urðu hinar víðfrægu Málvísibækur, þrjár talsins. I þeim er að finna margar nýjungar í málfræði og hvernig hún skyldi á borð borin fyrir grunnskólanemendur. Sitt sýndist hverjum eins og gengur og gerist. Kvíslgreining var kynnt til sögunnar og eiga margir minningar um hana, bæði sælar og ljúfsárar. Bækur þessar voru endurskoðaðar og síðast
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190
Side 191
Side 192
Side 193
Side 194
Side 195
Side 196
Side 197
Side 198
Side 199
Side 200
Side 201
Side 202
Side 203
Side 204
Side 205
Side 206
Side 207
Side 208
Side 209
Side 210
Side 211
Side 212
Side 213
Side 214
Side 215
Side 216
Side 217
Side 218
Side 219
Side 220
Side 221
Side 222
Side 223
Side 224
Side 225
Side 226
Side 227
Side 228
Side 229
Side 230
Side 231
Side 232
Side 233
Side 234
Side 235
Side 236
Side 237
Side 238
Side 239
Side 240
Side 241
Side 242
Side 243
Side 244

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.