Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 12
io Sigurður Konráðsson
breyst í samfélaginu þegar við yngri félagar hans tókum að okkur þáttinn
áratugum síðar og klifuðum á því sama sem hann ræddi á sínum tíma.
Einnig vakti Indriði mikla athygli og það langt út fyrir heim íslenskra
fræða þegar Stafsetningarnefndin skilaði áliti árið 1974. Sennilega er álitið
frægast fyrir það að með því var setunni úthýst úr íslensku ritmáli. Indriði
vildi þó fleiri bókstafi feiga og skilaði því séráliti. I tillögum hans lagði
hann m.a. til að bókstafurinnjy yrði lagður niður. Rökin væru einkum þau
að bókstafurinn hefði ekkert sérstakt hljóðgildi og hefði ekki haft um
aldir; nóg væri að rita i. Þá stakk frægur maður upp á því að bókstafurinn
i yrði frekar lagður af og höfundur tillögunnar gæti ornað sér við að rita
eigið nafn, Yndryðy. Fleiri breytingar lagði Indriði til. Þar má nefna je
fyrir é, breiðan sérhljóða á undan ng og nk. og eitt n í áherslulausum end-
ingum og ákveðnum greini þar sem nú skal rita tvö (til dæmis hestin fyrir
hestinn, fegin í karlkyni fyrir feginn). Astæðan fyrir þessum tillögum var
auðvitað fyrst og fremst sú að auðveldara yrði að læra stafsetningu. Þótt
tillögur Indriða yrðu ekki samþykktar vöktu þær mikla athygli. Jafnframt
lýsa þær hugarfari hins milda og réttsýna kennara sem vill að nemendur
geti einbeitt sér að mikilvægari verkefnum í íslenskri tungu en atriðum
sem honum þóttu ekki skipta miklu máli.
Framan af starfsævi Indriða fór mestur tími hans í kennslu. Það er
tímafrekt að lesa yfir ritgerðir, leiðrétta verkefni og færa mál og frágang til
betri vegar. Hann lagði áherslu á að skila af sér bunkum sem allra fyrst og
þá varð vinnudagur oft langur. Þegar Kennaraháskóli Islands var stofn-
aður breyttust aðstæður mjög og svokölluð rannsóknarskylda varð til á
kostnað kennsluskyldu. Þá loksins gafst tími til þess að huga að ýmsu sem
krefst mikillar yfirlegu. Þá fyrst, þegar Indriði er kominn fast að fimm-
tugu, fær hann langþráð tækfæri til þess að sinna rannsóknum. Þar skipti
einnig máli að árið 1976 verður Indriði námstjóri í íslensku í menntamála-
ráðuneytinu. Þar kynnist hann ýmsum stefnum og straumum í móður-
málskennslu á Norðurlöndum og Englandi. I kjölfarið varð hann einn af
stofnendum Samtaka móðurmálskennara og upphafsmaður og fyrsti rit-
stjóri tímarits samtakanna, Skímu, en fyrsti árgangur tímaritsins, sem enn
lifir góðu lífi, kom út 1978.
Um miðjan áttunda áratuginn fer Indriði að þróa og semja kennsluefni
í íslensku máli. Þetta urðu hinar víðfrægu Málvísibækur, þrjár talsins. I
þeim er að finna margar nýjungar í málfræði og hvernig hún skyldi á borð
borin fyrir grunnskólanemendur. Sitt sýndist hverjum eins og gengur og
gerist. Kvíslgreining var kynnt til sögunnar og eiga margir minningar um
hana, bæði sælar og ljúfsárar. Bækur þessar voru endurskoðaðar og síðast