Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 101
Um sögnina blífa, vöxt hennar og viðgang í íslensku
99
um 27 textastaði. Dæmin eru öll úr trúarlegum textum enda fátt af öðru
tagi gefið út á prenti á íslensku á 16. öld. Sex af átján dæmum eru úr verk-
um Odds Gottskálkssonar (Nýja testamentinu 1540, Corvins-postillu
1546 og píningarpredikunum Corvins 1559) og níu eru úr textum sem
Guðbrandur biskup þýddi eða gaf út. Flestir textarnir eru þýddir úr þýsku
eða dönsku og í tólf tilvikum af þrettán, þar sem sögnin blífa kemur fyrir,
stendur þý. bleiben eða da. blive á samsvarandi stað í frumtexta. Um eftir-
hlífa hefur Westergárd-Nielsen fimm dæmi og eru þrjú úr biblíutexta og
eiga sér hliðstæður í texta dönsku biblíunnar frá 1531, offuerbleffuen, offuer
bleffne og bliffue igen. Westergárd-Nielsen hefur tvö biblíudæmi umyfir-
blífa sem eiga sér beina samsvörun í þýskum og dönskum biblíutexta sama
tíma (vberbleiben og offuer bliffue). Enn fremur hefur hann tvö dæmi um
hlífanlegur, úr Nýja testamentinu 1540 og Biblíunni 1584, með sambæri-
legt orð í þýskum og dönskum biblíutexta (bleibende, bliffuende).
Westergárd-Nielsen getur einungis um fá þeirra dæma sem finna má í
prentuðum textum 16. aldar eins og hann bendir á („m.m.fl.“, med mange
flere).
Hér á eftir verður hugað sérstaklega að dæmum um blífa í Nýja testa-
mentinu 1540 og hvernig orðinu reiddi af í útgáfum næstu þrjár aldirnar.
I nokkrum tilfellum er sambærilegur texti nýjustu þýðingar birtur með til
samanburðar og glöggvunar (Biblían 2007; leitað var í textanum á vefsetri
Hins íslenska Biblíufélags, http://biblian.is)
3-2 Nýja testamentið 1540 (og Guðbrandsbiblía 1584)
I Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar 1540 (hér eftir NtOG) koma
fyrir a.m.k. 139 dæmi um blifa og orð dregin af sögninni (eftirblífa, yfir-
Mífa, blífanlegur).12 Dæmin eru um 0,075% heildarorðafjölda textans.
Fimmtán þeirra eru í formálum Lúthers sem felldir voru brott úr útgáfum
Fiblíunnar á 18. öld og er horft fram hjá þeim í því sem hér fer á eftir. Þess
má þó geta að hvergi var hróflað við orðinu í formálunum í Guðbrands-
biblíu né í Nýja testamentinu 1609 en fjórum dæmum var breytt 1 Þor-
láksbiblíu (1644): NtOG 1996, bls. 304: blífur -» er-, bls. 319: blifið -* epter
ordid-, bls. 420: blífa ogáframtfara -* aframm hallda ... ogvara-, bls. 448:
u Dæmi eru sótt í útgáfuna 1988; stuðst var við orðstöðulykil hjá Orðabók Háskól-
ans. Texti Nýja testamentisins 1540 er rúmlega 183 þúsund orð skv. talningu á vef
Otðabókarinnar. Ekki var leitað annarra dæma um blífa í biblíuútgáfum en þeirra sem er
að finna í textanum frá 1540 og því alls óvíst hvort nýjum dæmum um orðið eða orð leidd
af því kunni að hafa verið skotið seinna inn í aðrar ritningargreinar Nýja testamentisins.