Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 175
u-hljóðvarp: Regla eða val málnotanda?
m
þau eru sex ára. En nú bregður svo við að veiku kvenkynsorðin brala,
darga og kraða fá ekki fleirtölu með w-hljóðvarpi nema í rúmum fjórðungi
tilvika (26,5%, 27,1% og 32,4%) þegar börnin eru fjögurra ára. Það er býsna
óvænt niðurstaða, ekki síst þegar miðað er við hvorugkynsorðin þar sem
hærra hlutfall fjögurra ára barna notaði hljóðverpta mynd af bullorðunum.
Þessi munur á hvorugkynsorðum og kvenkynsorðum er athyglisverður,
m.a. vegna þess að skv. hugmyndum Eiríks Rögnvaldssonar ætti þarna að
vera um ólíkar reglur að ræða. Hins vegar hefði mátt búast við því að mun-
urinn væri á hinn veginn þar sem hljóðvarpið í kvenkynsfleirtölunni ætti
skv. hugmyndum Eiríks að vera samkvæmt almennri hljóðkerfisreglu
(hljóðvarpsvaldurinn /u/ er til staðar í fleirtölu kvenkynsorðanna) en í
hvorugkynsorðunum ætti það að vera beygingarlega skilyrt (enginn hljóð-
varpsvaldur lengur fyrir hendi), eins og áður er lýst. Það er því ekki hægt
að segja að þessi munur sé ótvíræður stuðningur við hugmyndina um
beygingarlega skilyrta reglu annars vegar og hljóðkerfisreglu hins vegar.
Þegar börnin eru orðin sex ára hefur þeim aftur á móti fjölgað verulega
sem mynda hljóðverpta fleirtölu af kvenkyns bullorðum (um tveir þriðju
gera það) en samt er enn mikill munur á raunorðinu og bullorðunum.
Þetta gæti þá merkt eins og áður að börnin hafi ekki öll tileinkað sér hina
virku hljóðvarpsreglu fleirtölunnar. Samanburður á því hvernig sex ára
börn mynda fleirtölu af kvenkyns og hvorugkyns bullorðum sýnir svo að
þar er nú sáralítill munur þótt í öðru tilvikinu ætti að vera um beygingar-
^ega skilyrta reglu að ræða en í hinu um almenna hljóðkerfisreglu, eins og
áður er rakið. Það má teljast nokkuð óvænt niðurstaða miðað við hug-
Wyndir Eiríks Rögnvaldssonar.
3-2 Hljóðvarp í orðum með viðskeytinu -ug-
Til að kanna hljóðvarpsvirkni /u/ í viðskeytinu -ug~ var gerð könnun
^aeðal nemenda við Kennaraháskóla íslands. Könnunin fór þannig fram að
búinn var til listi með 20 orðum. Helmingur þeirra hafði /a/ í stofni. Hin
tíu voru höfð með til þess að þátttakendur áttuðu sig ekki á eftir hverju
Verið var að leita. Orðin voru ýmist þekkt orð eða sjaldgæf; sum voru hrein
bullorð sett saman fyrir þennan lista eingöngu. Þátttakendur áttu að
Utynda lýsingarorð af nafnorðunum með því að bæta endingunni -ugur
aftan við orðstofninn. Þessi aðferð var notuð vegna þess að deilan um eðli
"'hljóðvarps í nútímamáli hefur m.a. snúist um það hvort það væri að öllu
leyti beygingarlega skilyrt eða að einhverju leyti virk hljóðkerfisregla, eins
°g lýst er í 2. kafla þessarar greinar. Ef um beygingarlega skilyrðingu væri