Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Side 202
200
Veturliði G. Óskarsson
einkenni. Sum atriðin hefur Ari Páll hins vegar valið mest með hliðsjón af eigin
þekkingu á fjölmiðlamáli. Fram kemur að Ari Páll þekkir til verkferla innan
fjölmiðla og hann nefnir í því samhengi atriði sem geta haft skýringargildi fyrir
ákveðna þætti rannsóknarinnar. Það á t.d. við þegar hann bendir á hugsanleg áhrif
ritstjórnarlegrar hefðar á fréttastofu, eða almennra fyrirmæla um fréttaskrif, til
skýringar á algengi svokallaðrar vinstri kjamafzrslu í útvarpsfréttum (190), þ.e.a.s.
færslu á mikilvægum grunnupplýsingum framar í setningu, í dæmum eins og „)á
skipinu| eru tuttugu og fimm menn“ þar sem „á skipinu" hefur verið fært fremst í
setningu, fram fýrir frumlag og sögn. Þessi athugasemd höfundar um ritstjórnar-
lega hefð eða fýrirmæli er áhugaverð en hún er ekki rædd frekar í ritgerðinni.
Fróðlegt hefði verið að vita meira um það hversu meðvituð þessi hefð sé í vinnu á
fréttastofum, að mati höfundar, og hvort til séu einhverjar skrásettar vinnureglur
þar að lútandi.
Efni til ritgerðarinnar var safnað árin 1995 og 1996 (108, 122 o.áfr.). Það fer
ekki hjá því að lesandi hugleiði hvort ekki sé nokkuð langt um liðið frá efnisöflun
og hvort hugsanlegt sé að einhverjar niðurstöður hefðu getað orðið aðrar ef rann-
sóknin hefði snúist um mál dagsins í dag. Ari Páll bendir á (85) að útvarpið geri
sameiginleg viðmið um málnotkun sýnileg stórum hópum í einu. Jafnframt geti
fréttir og aðrir handritsbundnir textar endurspeglað viðmið málsamfélagsins um
vandaða, ritaða texta eða málsniðið ritmál og hins vegar geti handritslaust efni end-
urspeglað ríkjandi viðmið um málnotkun í samtölum almennt. Þessu er mjög
auðvelt að vera sammála. En spyrja má hvort málfar frétta og dægurmálaefnis hafi
ekki breyst nokkuð á undanförnum 10—15 árum með nýrri kynslóð útvarpsfólks
sem hefur frjálslegra, eða a.m.k. annað, viðhorf til vandaðs máls en næstu kyn-
slóðir á undan höfðu. Tæpur hálfur annar áratugur er langur tími á fjölmiðli,
margir starfsmenn hafa hætt og nýtt fólk komið í staðinn, oftast nær ungt fólk.
Fjölmargar nýjar útvarpsstöðvar hafa orðið til sem höfða til mismunandi hópa.
Margar höfða sérstaklega til ungs fólks og dagskrárgerðarmennirnir eru sjálfir
ungir að árum. Við nýliðun á útvarpsstöðvum, líka á fréttastofum, kemur inn ungt
fólk sem er vant því að hlusta á þessar stöðvar og gera má ráð fyrir að það hafi
eilítið annað viðhorf til útvarpsmálfars en eldri starfsmenn. Er ekki hætta á því að
niðurstöðurnar gefi ekki að öllu leyti rétta mynd af stöðu mála nú?
2. Nokkur hugtök og íðyrði
Það er bæði höfundi og ritgerð til lofs hve vel er farið í skilgreiningar hugtaka og
þau í flestum tilfellum sett í bæði skýrt og áhugavert samhengi og notkun þeirra
þannig undirbúin. Mörg þeirra eru afar mikilvæg fýrir íslenska orðræðu um efnið
enda margt þar orðað sem sjaldan eða ekki hefur áður verið sett á blað á íslensku,
svo mér sé kunnugt. Faglega séð er sú umræða mjög áhugaverð og um sumt vafa-
laust stefnumarkandi á því sviði sem ritgerðin fjallar um og línurnar þar lagðar uffl
notkun hugtakanna við framtíðarrannsóknir.