Íslenskt mál og almenn málfræði


Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 202

Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Síða 202
200 Veturliði G. Óskarsson einkenni. Sum atriðin hefur Ari Páll hins vegar valið mest með hliðsjón af eigin þekkingu á fjölmiðlamáli. Fram kemur að Ari Páll þekkir til verkferla innan fjölmiðla og hann nefnir í því samhengi atriði sem geta haft skýringargildi fyrir ákveðna þætti rannsóknarinnar. Það á t.d. við þegar hann bendir á hugsanleg áhrif ritstjórnarlegrar hefðar á fréttastofu, eða almennra fyrirmæla um fréttaskrif, til skýringar á algengi svokallaðrar vinstri kjamafzrslu í útvarpsfréttum (190), þ.e.a.s. færslu á mikilvægum grunnupplýsingum framar í setningu, í dæmum eins og „)á skipinu| eru tuttugu og fimm menn“ þar sem „á skipinu" hefur verið fært fremst í setningu, fram fýrir frumlag og sögn. Þessi athugasemd höfundar um ritstjórnar- lega hefð eða fýrirmæli er áhugaverð en hún er ekki rædd frekar í ritgerðinni. Fróðlegt hefði verið að vita meira um það hversu meðvituð þessi hefð sé í vinnu á fréttastofum, að mati höfundar, og hvort til séu einhverjar skrásettar vinnureglur þar að lútandi. Efni til ritgerðarinnar var safnað árin 1995 og 1996 (108, 122 o.áfr.). Það fer ekki hjá því að lesandi hugleiði hvort ekki sé nokkuð langt um liðið frá efnisöflun og hvort hugsanlegt sé að einhverjar niðurstöður hefðu getað orðið aðrar ef rann- sóknin hefði snúist um mál dagsins í dag. Ari Páll bendir á (85) að útvarpið geri sameiginleg viðmið um málnotkun sýnileg stórum hópum í einu. Jafnframt geti fréttir og aðrir handritsbundnir textar endurspeglað viðmið málsamfélagsins um vandaða, ritaða texta eða málsniðið ritmál og hins vegar geti handritslaust efni end- urspeglað ríkjandi viðmið um málnotkun í samtölum almennt. Þessu er mjög auðvelt að vera sammála. En spyrja má hvort málfar frétta og dægurmálaefnis hafi ekki breyst nokkuð á undanförnum 10—15 árum með nýrri kynslóð útvarpsfólks sem hefur frjálslegra, eða a.m.k. annað, viðhorf til vandaðs máls en næstu kyn- slóðir á undan höfðu. Tæpur hálfur annar áratugur er langur tími á fjölmiðli, margir starfsmenn hafa hætt og nýtt fólk komið í staðinn, oftast nær ungt fólk. Fjölmargar nýjar útvarpsstöðvar hafa orðið til sem höfða til mismunandi hópa. Margar höfða sérstaklega til ungs fólks og dagskrárgerðarmennirnir eru sjálfir ungir að árum. Við nýliðun á útvarpsstöðvum, líka á fréttastofum, kemur inn ungt fólk sem er vant því að hlusta á þessar stöðvar og gera má ráð fyrir að það hafi eilítið annað viðhorf til útvarpsmálfars en eldri starfsmenn. Er ekki hætta á því að niðurstöðurnar gefi ekki að öllu leyti rétta mynd af stöðu mála nú? 2. Nokkur hugtök og íðyrði Það er bæði höfundi og ritgerð til lofs hve vel er farið í skilgreiningar hugtaka og þau í flestum tilfellum sett í bæði skýrt og áhugavert samhengi og notkun þeirra þannig undirbúin. Mörg þeirra eru afar mikilvæg fýrir íslenska orðræðu um efnið enda margt þar orðað sem sjaldan eða ekki hefur áður verið sett á blað á íslensku, svo mér sé kunnugt. Faglega séð er sú umræða mjög áhugaverð og um sumt vafa- laust stefnumarkandi á því sviði sem ritgerðin fjallar um og línurnar þar lagðar uffl notkun hugtakanna við framtíðarrannsóknir.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200
Síða 201
Síða 202
Síða 203
Síða 204
Síða 205
Síða 206
Síða 207
Síða 208
Síða 209
Síða 210
Síða 211
Síða 212
Síða 213
Síða 214
Síða 215
Síða 216
Síða 217
Síða 218
Síða 219
Síða 220
Síða 221
Síða 222
Síða 223
Síða 224
Síða 225
Síða 226
Síða 227
Síða 228
Síða 229
Síða 230
Síða 231
Síða 232
Síða 233
Síða 234
Síða 235
Síða 236
Síða 237
Síða 238
Síða 239
Síða 240
Síða 241
Síða 242
Síða 243
Síða 244

x

Íslenskt mál og almenn málfræði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskt mál og almenn málfræði
https://timarit.is/publication/832

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.