Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 229
Ritdómar
227
sjaldgæfari en hneig og steig. Vel er þekkt að sagt sé t.d. hann hné niður og prestur-
inn sté í stólinn. Ekki er minnst á samrunamyndirnar hnég, stég, ség. Eins hefði t.d.
mátt hafa fyrirvara um sjöttu hljóðskiptaröð (e — e — ó — ó — a — a) (VI c, bls. 30)
þar sem sagt er að sagnirnar hefja, kefja, skepja og sverja hneigist allar til veikrar
beygingar. Tvær þeirra, kefja og skepja, eru lítið notaðar en hefja og sverja eru vel
þekktar sem sterkar sagnir, t.d. hann hófverkið tímanlega, hann sór rangan eið. í
Islenskri orðabók (2002) er þátíðarmyndin hafði merkt með „!?“ sem merkir að
myndin er ekki almennt viðurkennd og „telst ekki gott mál í venjulegu samhengi"
(.Islenskorðabók 2002:xiii).
I kafla 3.6 er rætt um þróun hljóðvarps frammæltra sérhljóða og bent á að aðeins
þrjú þeirra komi fyrir í viðtengingarhætti þátíðar, a [ai], i/y [1] og sjaldan í/ý [i], og
einnig er stuttlega minnst á þátíðarviðskeyti veikra sagna. I kafla 3.7 er farið yfir
nýjungar í skiptingu í flokka og rætt um þá tilhneigingu sumra sagna að skipta um
flokk. Kafli 3.8 er um núþálegar sagnir og hjálparsagnir. Þessir þrír kaflar, 3.6—3.8,
eiga það allir sameiginlegt að vera stutt ágrip ætlað erlendum lesendum.
I kafla 3.9 er loks komið að nýjungum í myndun viðtengingarháttar þátíðar.
Höfundur telur athyglisvert að ekki skuli koma fram hljóðvarp í viðtengingarhætti
þátíðar í sögninnigróa ef notuð er þátíðarmyndingröri (staðbundið fyrirgreri), þ.e.
ekki komi fram myndin greri. Til samanburðar tekur hann stökkva — stökkti, í
viðtengingarhætti þátíðar stekkti. Eg tel að ekki sé unnt að draga miklar ályktanir
af myndum eins og gröri, röri, snöri þar sem athuganir á þeim hafa, eftir því sem ég
best veit, ekki farið fram kerfisbundið og um notkunina er of lítið vitað. Rétt
aðeins er vikið að viðskeytinu -ð- við myndun viðtengingarháttar þátíðar enda
næsti kafli helgaður því atriði.
4. Niðurstöður vettvangskönnunar
Fjórði kafli er lýsing á rannsókn höfundar á viðtengingarhætti nokkurra sterkra
sagna sem myndaður er með önghljóðinu -ð-. Hann byggist á áðurnefndum athug-
unum og lýsir þeim lauslega í 4.1. í kafla 4.2 gerir hann grein fyrir því hvaða sagn-
ir hann valdi til rannsóknarinnar: átta af þeim níu sögnum sem Oresnik (1971)
skoðaði, þ.e. bera og nema, sem áhugaverðar væru á Norðurlandi, og deyja, draga,
hhzja, Hggja, sjá, slá en að auki geyja, klá, meta og vega. Af tvöföldunarsögnum valdi
hann gróa og róa þar sem þær taki hljóðvarpi og nálgist að því leyti viðtengingar-
háttarmyndir með -að- (bls. 42). Þá valdi hann sagnirnar ná, sá og Ijá, þá síðustu
sérstaklega til að athuga hvort fram kæmi viðtengingarhátturinn Ijaði. Af sögnum
sem flust hafa frá sterkum sögnum yfir í fjórða flokk veikra sagna valdi hann
fregna, skaka og skapa. Sagnirnar flá, hefja, sverja, spýja og þiggja fóru með á listann
þar sem þær beygðust allar upphaflega samkvæmt sterkri beygingu en hafa einnig
beygingarmyndir sem teljast til veikrar beygingar. Þvo var valin þar sem í beygingu
hennar skiptast á sterkar og veikar myndir. Að lokum fóru á listann sagnirnar fela,
sem nú beygist bæði sterkt og veikt, og valda.