Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 236
234
Ritdómar
hlutir hafi verið óskiljanlegir og illa settir fram heldur um það hvaða form hafa
verið notuð. Margir kvarta yfir „rangri“ orðanotkun en fátítt mun að kvartað sé
yfir óskýrri eða flókinni framsetningu eða að texti sé illa saminn, sem þó er býsna
algengt bæði í talmiðlum og prentmiðlum (sbr. Ara Pál Kristinsson 2009). A
fræðasviðinu kemur þessi formdýrkun okkar fram í því að lítill gaumur hefur
verið gefinn að rannsóknum á hlutverki tungumálsins og gildi í samfélaginu og
flest skrif íslenskra málfræðinga til þessa myndu væntanlega falla í þann flokk sem
kallast formalistisk, frekar en fúnksjónalistísk. (Sjá t.d. fróðlega umræðu um þessa
aðgreiningu hjá Schiffrin 1994:20—43.)
Lykilhugtak í umfjöllun þessarar bókar og þeirra fræðigreina sem hún segir
frá er það sem Þórunn kallar virkni en það orð er þýðing á alþjóðaorðinu fúnk-
sjón. Hugtakið fúnksjón er eitt af þessum alþjóðlegu hugtökum sem erfitt er að
finna yfir íslenskt orð sem ekki veitir því of þrönga merkingu. Það er því spurn-
ing hvort orðið virkni er hentugt sem þýðing. Annað orð sem kemur upp í hug-
ann er hlutverk eða gildi (sbr. hugmyndir Saussures um gildi máltáknsins, fr.
valeur). Fúnksjónalistísk hugsun í málfræði byggist á því að huga fyrst að þeim
hlutverkum sem máleiningar gegna, bæði í miðlinum eða táknkerfinu og í sjálfri
málnotkuninni. Hugsunin er sú að eðli formanna verði ekki skilið nema í sam-
hengi málnotkunarinnar og þeirra hlutverka sem þeim eru ætluð. Málfræðilegar
undirgreinar eins og pragmatík (sem stundum hefur verið kölluð málbeiting-
arfraði á íslensku) fást við það hvernig málinu er beitt, hvernig áhrifum er náð og
með hvaða meðulum. Stutt frá þessu eru gamlar og gegnar fræðigreinar eins og
mælskufræði og stílfræði sem spyrja spurninga eins og þeirrar hvað texti þarf að
hafa til að bera svo hann nái tilgangi sínum. Tengd þessu er sú aðferð eða fræði-
lega nálgun sem kölluð hefur verið samtalsgreining (e. conversation analysis,
skammstafað CA) og nálgast málgreiningu úr öfugri átt við það sem tíðkast í
formfestukenningum eins og generatífri málfræði eða málkunnáttufræði. I sam-
talsgreiningu er horft, ef svo má segja, utan frá á raunveruleg boðskipti og sam-
töl og spurt spurninga eins og hvers vegna þau form sem koma fram í textanum
eru þar og hvaða hlutverki þau gegna. Þar er ekki fyrir fram gert upp á milli ein-
stakra einkenna textans, tekið er tillit til alls konar smáyrða sem gjarna verða út
undan í hefðbundinni formgerðarsinnaðri málgreiningu. Hugað er að hlutum
eins og raddbeitingu og tónfalli og ýmsu sem skiptir máli í boðskiptum þótt það
hafi ekki ratað í hefðbundnar málfræðibækur.
Bókin Lifandi mál gerir tilraun til að lýsa þessum hugsunargangi og er vissu-
lega kærkomin nýjung í íslenskum málfræðiskrifum. Hún skiptist í þrjá megin-
hluta, auk inngangs: Fyrst er Orðmðugreining sem fjallar almennt um greiningu á
boðskiptum, þá Texti og textagreining sem fjallar um misjafnar textagerðir og loks
Á tali þar sem sögunni víkur að samtölunum.