Íslenskt mál og almenn málfræði - 01.01.2009, Page 240
238
RJtdómar
kynni við það. En þegar kemur að skilgreiningu á samfellunni er eins og höfund-
ur eigi erfitt með að komast að kjarna málsins og fari dálítið eins og köttur í kring-
um heitan graut. Enn er minnst á það að samfellan sé einhvern veginn í verkahring
hlustandans og viðtakandans og „algjörlega á hans könnu“ (bls. 76). Það sem hér
mun vísað til er það að til þess að texti nái hlutverki sínu þarf að tryggja að viðtak-
andinn skilji hann rétt. I honum sé nægilega mikið af upplýsingum til þess að
boðin komist til skila og verði ekki misskilin. (Sem minnir á skilgreiningu Þór-
bergs Þórðarsonar á sköllum í texta, þ.e. því þegar nauðsynlegar upplýsingar vant-
ar.) Hér er raunar óbeint vísað til samvinnulögmálsins, sem kennt hefur verið við
Grice, um það að rétt „magn“ og „gæði“ upplýsinga þurfi að fylgja skilaboðum til
þess að þau gagnist í boðskiptum. En skilningurinn byggist oft á ályktunum (e.
implicatures) sem dregnar eru við þær aðstæður þar sem texti eða segð er notuð.
Og samkvæmt þessu lögmáli geta of miklar upplýsingar orðið til trafala ekki síður
en of litlar upplýsingar.
Mig grunar að í allri þessari umfjöllun hefði það verið til bóta að gera, í anda
fúnksjónalisma, skýrari greinarmun á formi og hlutverki. Það virðist nokkuð aug-
Ijóst að samloðun, sem fengin er með þeim meðulum eða samloðunartengjum sem
lýst er, snýr að formi textans en samfellan frekar að hlutverki eða fúnksjón.
Samfellan tekur til virkni textans við þær aðstæður sem hann verður til í, snýst um
það hvort boðskiptin ná settu marki eða ekki.
I lok þessa bókarhluta er vikið að textategundum, stíl og málsniðum. Hér hefði
enn að mínu mati mátt gera skýrari greinarmun á formi og hlutverki. Minnst er á
einstakar stíltegundir, svo sem Islendingasagnastíl og riddarasagnastíl (bls. 81).
Ljóst er að orðin sem hér eru notuð vísa til hlutverks frekar en forms. Islendinga-
sagnstíll hlýtur að vera sá stíll sem höfundar Islendingasagna nota en í sjálfu sér
segir þessi nafngift okkur ekkert um formið eða einkenni textans. Hin eiginlega
stOfræði hlýtur að fást við samspil forms og hlutverks: Hvað einkennir stíl Islend-
ingasagna og annarra textategunda sem þeim flokki kunna að tilheyra? Er hægt að
segja sem svo að til hafi orðið eitthvert fast samband eða (þegjandi) samkomulag
um það hvernig sá texti á að vera saman settur formlega? A sama hátt og óhjá-
kvæmilegt virðist að skoða stíltegundir út frá formi jafnt sem hlutverki verður að
skoða ólík málsnið svo sem þau hafi tiltekið hlutverk sem skilgreint er út frá
aðstæðunum þar sem þau eiga við. Vandinn er að finna afmörkuð málbrigði (e.
varieties) sem „eiga við“ á mismunandi stöðum. Hvert er hlutverk málbrigðisins
eða málsniðsins og hver eru einkenni þess?
5. Samtöl
Síðasti hluti bókarinnar fjallar um samtöl. Hér er enn eitt svið íslenskrar málfræði
sem legið hefur óbætt hjá garði. Mest af þeim rannsóknum sem gerðar hafa verið
(jafnvel í hljóðfræði!) hafa beint eða óbeint fjallað um ritmálsform, þ.e. þær ein-
ingar sem notaðar eru i rituðu máli en ekki eðlilegu tali. Raunar mætti segja að