Vera - 01.12.1996, Page 52
Mál og menning kynnir • Forlagið kynnir • Mál og menning kynnir • Forlagið kynnir
Regnbogi í póstinum
efitir Gerði Kristnýju
Hér er nýr tónn sleginn í íslenskum
kvennabókmenntum, hinn íslenski
kventöffari, viðkvæmur og háðskur,
arkar fram á sviðið. Aðalsöguhetjan
heldur út í heim í leit að sjálfsmynd -
eða fjöri. Frá Reykjavík til
Kaupmannahafnar og Parísar —
sagan brunar áfram hispurslaus,
ljóðræn og bráðfyndin.
Valsar úr síðustu siglingu
eftir Lindu Vilhjálmsdóttur
„En það er ekki hægt að vera á móti
sjómannavölsunum til lengdar, ... maður
fellur fyrir þeim aftur og aftur," segir
Linda í bráðskemmtilegum inngangi að
þessari ljóðabók. Hún tengir valsana síðan
siglingu sem hún fór í til Frakklands og
heldur áfram: „Mig langaði að segja frá
þessari siglingu, strákunum og lífinu um
borð. Og það gerði ég.“
Lúðrasveit Ellu Stínu
eftir Elísabetu Jökulsdóttur
Örsögur Elísabetar fóru víða í Galdrabók
EIlu Stínu. Hér heldur hún áfram
ferðalaginu um ókunna staði og forn minni.
Saga og ljóð tvinnast saman í margbreytilega
harmóníu þar sem tónar lúðrasveitarinnar
verða engir eftirbátar galdranna: glaðlegir,
einmanalegir, mishljóma og undurfallegir.
Spegill undir fjögur augu
efitir Jóhönnu Sveinsdóttur
Þegar Jóhanna lést í maí síðastliðnum lét
hún eftir sig fullbúið handrit að þessum
ljóðabálki. Ljóðin eru margslungin,
Jóhanna skapar stemmningu sem á engan
sinn líka og húmor og írónía er aldrei langt
undan. Aðalviðfangsefni bálksins er þó
tungumálið sjálft og undir niðri leynist
sterkur ljóðrænn strengur.
Kvennafræðarinn
eftir Miriam Stoppard
Allt sem þig langaði að vita um
sálarlff og líkama konunnar en
nenntir aldrei að leita að í mörgum
bókum. Þetta er einkar aðgengileg
og fræðandi bók um líf konunnar
frá æsku til elli. Guðrún
Svansdóttir þýddi.
DR MIRIAM STOPPARD
KVENNA
FRÆJÐARINN.
LEIÐARVISIR
>UM LÍFIÐ
ÍV
, TlLFINNINGAR/*
. Frjósemi
AldursskeiðM L
H EIL B RI G Ð I Tt li
! Líkamsbygcing 1
FegurðíLífsstIll *
j Kynlíf tL-Hreysti
Húm~^Loc Hár
: SÁLARLÍF • NÆRING
Líffarafraði
Undir huliðshjálmi
eftir Dóru S. Bjarnason
Hér er sagt frá skini og skúrum í lífi
mæðginanna Dóru og Benedikts um
fimmtán ára skeið. Þó einkum baráttu
móðurinnar fyrir að búa syni sínum
mannsæmandi líf því hann er enginn
venjulegur drengur heldur mikið
fatlaður. Hér er sögð saga sem er
háalvarleg, en skrifuð af fjöri og kímni.
S A G A N A F
B E N E D l
Dagbók steinsins
eftir Carol Shields
Hér segir frá kanadískri konu, lífi hennar frá fæðingu til
dauða, lífi sem við fyrstu sýn virðist harla venjulegt en
reynist vera einstakt, leyndardómsfullt og umfram allt
heillandi. Höfundi tekst að skrifa spennandi sögu sem
grípur lesanda strax á fyrstu síðum enda varð bókin
fljótt metsölubók og Carol Shields hlaut fyrir hana hin
frægu Pulitzer-verðlaun árið 1995. Ólöf Eldjárn þýddi.
iv/ :(<vhííiú
, '•< -</. ■ -■ v
- , GARDI. SHIKI.QS.
'í' fi-V'm ; ii.
iR;
Mál og menning
FORLAGIÐ
Hamingjan er huliðsrún
eftir Bodil Wamberg
Þessi saga er um einn frægasta gáfumann
Danmerkur, Georg Brandes, og skáldkonuna
sænsku, Victoriu Benedictsson, sem elskaði
hann hömlulaust og fórnaði öllu á altari
þeirrar ástar. Þetta er mögnuð saga um ást í
meinum sem hrærir ærlega upp í tilfinningum
lesandans. Björn Th. Björnsson þýddi.
Mál og menning kynnir • Forlagið kynnir • Mál og menning kynnir • Forlagið kynnir