Vera


Vera - 01.12.1998, Qupperneq 22

Vera - 01.12.1998, Qupperneq 22
SÓLEY ST E FÁNSDÓTTIR Smásaga G Ú S T A F er karlmaður á fertugsaldri sem lifir ósköp venjulegu lífi. Hann er tveggja barna faðir, vinnur í verksmiðju frá átta til fimm og sér eftir það um börn og bú. Konan hans Gústafs heitir Nína, hún erskemmtileg en skapmikil kona. Hún er forstjóri hjá virtu fyrirtæki í bænum. Hjónaband þeirra Gústafs og Nínu er svona utan frá séð þokkalegt og ekkert öðru vísi en gengur og gerist í þeirra samfélagi. En ekki er allt sem sýnist, því að Gústaf hefur búið við heimilisofbeldi um þó nokkurt skeiö. Nína á það til að reiðast illa. Gústaf hefur nokkrum sinnum endaö á slysavarðstofunni meö glóðarauga og sprungna vör, eða þaðan af verra. Hann segir hjúkrunarfólkinu einhverja líklega sjúkrasögu, til dæmis að hann hafi gengið á hurð eða dottiö niður stiga, en honum finnst þau horfa svo óþægilega á sig, hreinlega eins og þau viti hvað raunverulega gerðist. Gústaf vill ekki segja frá því að Nina er í raun svo góð, þetta gerist bara ef hún er þreytt og illa upþ lögð. Kynlífið hjá þeim Gústaf og Níwuersvosem ágætt. Nína fær reyndar oft fullnægingu á undan honum og getur þá ekki meir, en Gústaf er bara ánægður að geta fullnægt henni. Hans fullnæging felst í að gera hana ánægða. Gústaf er kristinn maður og hefur oft heyrt prestkonur segja að göfugt sé að fórna sér fyrir náungann - það gerði Kristur. Gústaf fannst ekki passa aö hugsa of mikið um kynlíf, þá upplifði hann sig eins og einhvern hórkarl. En hann veit að kynþörf kvenna er svo sterk aö stundum hreinlega ráða þær ekki við sig. Nína er einmitt þannig, eins og það skipti hana ekki máli hvernig Gústaf líður, stundum er hann illa upp lagður eða Sagan af Gústaf SEM BÝR í LANDI HINS ÖFUGSNÚNA. eða með höfuðverk. En þegar hann reynir að segja Nínu það, æsist hún bara meira og einu sinni kom það fyrir þegar Gústaf vildi alls ekki og þarðist um að Nína hélt honum og nauðgaöi honum. Þaö var eins og henni fyndist kynæsandi að hafa vald yfir honum, eins og hann væri eign hennar, einhver hlutur sem hún gæti notað þegar henni hentaði. Gústaf var mjög sár, það hvarflaði jafnvel að honum aö yfirgefa Nínu og fá húsaskjól í Karlaathvarfinu. Hann hætti við það en ákvað að ef hún legði einhvern tíma hendur á börnin skyldi hann fara. Nína lofaði að gera þetta aldrei aftur og þá vissi Gústaf að hún elskar hann og vill ekki gera honum mein. Hann hefði heldur ekki þurft að vera í þrönga bolnum sem henni finnst svo kynæsandi! Gústaf lenti í hræðilegri lífsreynslu á laugardagskvöldi fyrir nokkru síðan. Hann var að ganga heim eftir að hafa hitt vini sína á kaffihúsi. Klukkan var um eitt aö nóttu þegar tvær konur réðust á hann, hrintu honum inn í húsasund og gerðu tilraun til aö nauðga honum. Gústaf náði að slíta sig lausan, með buxurnará hælunum og hljóþ heim í einum spretti. Hjartað barðist í brjósti hans. Átti hann að hringja á lögregluna? Nei, það væri svo niðurlægjandi. Jú, hann varð. Það verður að stöðva konur sem gera svona hluti. Hann hringdi, varðstýran svaraði: „Lögreglan." Gústaf sagöi henni sögu sína en þá spurði hún: „Hvað varst þú að gera úti við húsasund svona seint á laugardagskvöldi?" Ha, hann hafði bara ákveðið að ganga heim til sín í hlýju vorloftinu. Og hún spurði áfram: „Hvernig varstu klæddur?" Gústaf vissi að hann var ekki alveg saklaus því hann var í þröngum buxum og fráhnepþtri skyrtu, en hann var þó í jakka yfir. Varðstýran geröi honum grein fyrir að auðvitað mætti hann koma niður á stöö og kæra atvikiö en hann yrði að gera sér grein fyrir eigin ábyrgð í málinu. Gústaf þakkaði henni fyrir. Hann var dálítið ósáttur, fannst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.