Vera - 01.12.1998, Page 23

Vera - 01.12.1998, Page 23
það frelsisskerðing að mega ekki vera úti þegar hann vildi og klæðast eins og hann vildi. Út frá þessu fór Gústaf að hugleiða reynslu sína af konum. Þegar hann var lítill hafði frænka hans, sem passaði hann, oft verið að fikta viö hann. Hún sagðist vera góð við hann. Honum fannst hún ekkert góö. Hann fann að þetta var ekki rétt en skammaðist sín svo að jafnvel enn í dag hafði hann engum sagt frá þessu. í vinnunni er hann á lægsta launataxtanum en konurnar sem vinna með honum eru með alls kyns aukagreiðslur, bílastyrki, óunnayfirvinnu og fleira þess háttar. Verkstýran hans káfar á honum þegar enginn sér til og hefur gefið í skyn að hann geti fengið launahækkun, jafnvel stöðuhækkun ef hann væri til í... þú veist. Hann veit að þetta er kynferðisleg áreitni á vinnustað en hann veit líka að allir myndu gera grín að honum ef hann kærði. Hann mátti heldur ekki viö því að missa vinnuna. Gústaf fann að hann var farinn að líta á hverja konu sem mögulegan óvin. Þegar hann lenti í aðstæðum þar sem hann var einn og kona nálgaðist fór hjarta hans að slá örar, en þó gat það verið alsaklaus kona. Hvernig átti hann að vita hvaða kona var saklaus og góð og hver ekki? Hver mundi lemja hann og nauðga honum og hver ekki....? Gústaf fann bók sem karlréttindavinur hans hafði lánað honum. Ein grein bókarinnar fjallar um kynlíf völd og ofbeldi. Þar er sú fullyrðing sett fram að völd hafi kynæsandi ímynd í okkar menningu. Þannig tengjast völd og kynlíf og svo möguleg hætta á að misnota valdið, sem leiðir til ofbeldis. Sú félagsmótun sem þessu fylgir hefur áhrif á bæði kynin. Því til stuðnings má skoða dæmi úr bókinni Shared intimacies. Þar kemur fram að algengustu fantasíur karla eru einmitt á þá leið að konan komi valdi yfir þá, oft nauðgunarfantasíur. En rannsóknir hafa einnig sýnt að fantasíur og raunveruleiki er tvennt ólikt. Það vissi Gústaf. Hann hafði svo sem fantaserað á þessa leið og horft á klámmyndir með konunni sinni þar sem allt gengur út á fullnægingu konunnar og karlinn er niðurlægður á ýmsan hátt henni til þjónustu. Samt hafði Gústaf örvast kynferislega af að horfa. En þegar Nína nauðgaði honum fannst honum ekkert kynæsandi við það. Honum fannst það niðurlægjandi. Gústaf hélt áfram að lesa. Þarna stendur aö margir karlmenn sem fá fullnægingu við sjálfsfróun fái ekki fullnægingu við gagnkynhneigöar samfarir. Gústaf hafði þessa reynslu. Hann velti því fyrir sér hvers vegna karlar væru endalaust tilbúnir til að fullnægja þörfum konunnar án þess að skeyta um eigin ánægju. Af hverju ætli kristin fórnfýsi eigi ekki við um konurnar líka? Hefur það eitthvað með vald að gera? Yfirskrift greinarinnar sem Gústaf hefur veriö að lesa er Elskaðu óvininn (Love your enemy), en höfundur hennar leggur til að notaö sé orðiö óvinur um konur til aö skilgreina hlutverk þeirra sem tákn valdsins i samfélagi kynjamisréttis. Hann gerir sér grein fyrir að með því að nota „Hvað varst þú að gera úti vib HÚSASUND S V 0 N A S E I N T Á LAUGARDAGSKVÖLDI? " HA. HANN HAFDI BARA ÁKVEDIÐ AÐ GANGA HEIM TIL SÍN í HLÝJU VORLOFTINU. ÚG HÚN SPURDI ÁFRAM: „HVERNIG VARSTU KLÆDDUR?" Gústaf vissi ad hann var ekki alveg SAKLAUS ÞVÍ HANN VAR í ÞRÖNGUM BUXUM OG FRÁHNEPPTRI SKYRTU. EN HANN VAR ÞÓ í JAKKA YFIR. 1 VINNUNNI ER HANN Á LÆGSTA LAUNA TAXTANUM EN KONURNAR SEM VINNA MED HONUM ERU MED ALLS KYNS AUKAGREIÐSLUR, BÍLASTYRKI, ÓUNNA YFIRVINNU OG FLEIRA ÞESS HÁTTAR. VERKSTÝRAN HANS KÁFAR Á HONUM Þ EGAR ENGINN SÉR TIL OG HEFUR GEFID í SKYN AD HANN GETI FENGID LAUNAHÆKKUN. JAFNVEL STÖÐUHÆKKUN EF HANN VÆRI TIL í ... ÞÚ VEIST. svo sterkt hugtak á hann á hættu að vera misskilinn en það neyðir okkur jafnframt til að taka málið alvarlega. Alvaran er sú, eins og Gústaf hafði upplifað, að hver fulltrúi þessa valds er mögulegur óvinur, hversu mikið sem hann reynir að vera það ekki. Gústaf er alveg viss um að meira jafnvægi yrði í heiminum ef konur sinntu heimili og börnum til jafns við karla og karlar fengju jafna möguleika í hinu ytra lífi - að þeirra rödd yrði sýnileg. Auðvitaö eru margir karlar að berjast fyrir jafnrétti kynjanna og vekja máls á ýmsu sem ekki hefur verið tekið á áður. Gústaf hafði alltaf þótt þessir karlar hálfleiðinlegir - endalaust með svona „karla“- eitthvað á vörunum. Hann rak í rogastans þegar hann heyrði karlguöfræðinga ganga svo langt að tala um „hann“ Guð. Nei, hingað og ekki lengra. Þetta fannst honum einum of langt gengiðl! Reyndar segja prestarnir að Guð sé hafin yfir kyngreiningu, en Guðsmynd Gústafs af hinni heilögu móður, sem skapaði heiminn og drottnar og vakir yfir honum, myndi brotna í þúsund mola ef hann ætti að fara að karlkenna Guð. Reyndar er Gústaf sammála karlguðfræðingum sem gagnrýna kirkjumæðurnar og hefðina. Ein þeirra sagði t.d. að karlmaöurinn væri hlið djöfulsins og Ágústína kirkjumóðir taldi að öll kynlífsnautn væri synd. Kynlífið heföi aðeins þann tilgang að fjölga mannkyni og ætti að framkvæmast án ánægju. Ágústína og hennar samtímakonurfunduðu meira að segja um það hvort karlmenn hefðu sáll! Þetta eru smíðakonur hinna kristnu kenninga sem töluðu um karla á þennan hátt. Það er alltaf jafn sárt að heyra og lesa niðurlægingar um eigið kyn og kannski ekki nema von að þeir sem rannsaka þessi fræði verði reiðir út í kvenkynið og mæðraveldið sem hefur vaðið yfir allt og alla. Gústaf velti því fyrir sér hvort hann hefði kannski verið þröngsýnn og einstrengingslegur í afstöðu sinni til karlahreyfingarinnar. Hann ætti kannski að kynna sér betur hvað þar er að finna. Hann hafði svo sem ekkert lesið eftir karlguðfræðinga, hann vildi í rauninni ekki heyra boðskap þeirra - það þykir hallærislegt að vera masculfnisti! Fólk spyr: „Af hverju þarf að vera „karla" - eitthvað; karlasögusafn, karlaguðfræði, sjálfstyrkingarnámskeið fyrir karla? En sannleikurinn er sá að það kyn sem er ósýnilegt í sögunni, býr við kúgandi trúartexta og hefur týnt sjálfu sér í þjónustunni við aðra, hlýtur að þurfa sér - fræði til að styrkja sig, finna þá kúgunarþætti sem liggja í menningunni og breyta til jafnréttis. Já, Gústaf var ákveðinn í að leggja sig fram við að gerast meðvitaður um þá félagsmótun sem rikir i samfélaginu og vinna að jafnrétti, þar sem áhersla er lögð á að hver manneskja skuli vera virt sem fullkomlega mennsk, sama af hvaða kyni, þjóðflokki, stétt hún er og sama hver kynhneigð hennar er.

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.