Vera - 01.12.1998, Page 24

Vera - 01.12.1998, Page 24
Kristín Heida Kristinsdóttir Kvenskörunaar Heimspekiskólans Með brjóstin full af mjólk stökk ég út í kvöldrökkrid til að sitja kennarafund hjá Heimspekiskólanum. Fundur þessi var sérstakur fyrir þær sakir ad allir kenn- arar skólans eru konur og eins tel ég nokkuð sjaldgæft að slíkir fundir séu haldnir í notalegu herbergi á veitinga- húsinu Við Tjörnina með kertaljós og góðgæti á borðum. Á kennarafundi í Heimspekiskólan- um, f. v. Guðrún Eva, Drífa, Hreinn, Kristín og Kolbrún. Eflaust hafa flestir heyrt Heimspekiskólann nefndan en ekki er víst að allir viti hvað þar fer fram. Skólinn fór af stað fyrir 11 árum og stóð Hreinn Pálsson fyrir stofnun hans, en hann hafði lokið framhaldsnámi í mekka barnaheimspekinnar í Montclair skólanum í Bandaríkjunum. Nemendur Heimspekiskól- ans eru á aldrinum 6-13 ára og markmið skólans er að efla gagnrýna og skapandi hugsun í anda umhyggju hjá börnunum. Þar fá þau einnig nauðsynlegan vettvang til að skiptast á skoðunum. Ekki veit ég hvort ég á að kalla kennar- ana sem taka á móti mér stelpur, stúlkur eða konur, því þær eru þetta allt í senn. Þær eru ungar þó þær séu á misjöfnum aldri og á misjöfnu róli í lífinu. En þær eiga það sam- eiginlegt að hafa lært heimspeki og víla ekki fyrir sér að sjá um alla kennslu í Heimspeki- skólanum. Þær Kristín Þóra Harðardóttir, Kolbrún Pálsdóttir, Guðrún Eva Mínervu- dóttir og Drífa Thorstensen bera saman bækur sínar á fundinum ásamt Hreini skóla- stjóra og ég fæ að forvitnast um þær og skólann: Kristín er 33 ára, þriggja barna móðir með BA próf í heimspeki. Kolbrún er 27 ára, fjögurra barna móðir, einnig með BA próf í heimspeki. Guðrún Eva er 22 ára nemi á öðru ári í heimspeki og Drífa er 27 ára og vinnur að BA ritgerð sinni í heimspeki. En þær hafa fleiri járn í eldinum, Kristín rekur garðyrkjufyrirtæki ásamt manni sínum, Kolbrún er í meistaranámi í uppeldisfræði við Háskóla (slands, Guðrún Eva er rithöf- undur og Drífa er myndlistarmaður, vinnur sem stílisti á veitingastaðnum Við Tjörnina og syngur bakraddir hjá hljómsveitinni Súkkat. Þær tvær síðastnefndu eru með framtíðaráform um að hverfa af landi brott um stundarsakir, Guðrún Eva til Hollands að sinna ritstörfum og Drífa til Bandaríkjanna ( sérnám í barnaheimspeki í sama skóla og Hreinn sat í. Auk þess lætur Guðrún Eva verkin tala þegar henni stendur ekki á sama um meðferð mannfólksins á móður jörð. Hún ætlar, ásamt Elínu vinkonu sinni sem einnig er í heimspeki, að mótmæla virkjun hálendisins með því að fasta í tíu daga yfir jólahátíðina. Þessum fjórum konum finnst starfið í Heimspekiskólanum spennandi og skemmtilegt og þær eru ánægðar með hvað Hreinn gefur þeim frjálsar hendur í kennsl- unni og treystir þeim til að spila eftir eyranu hverju sinni. Þær barnlausu, Guðrún Eva og Drífa, hafa verið að kenna saman einum hóp og lágvaxna fólkið kom þeim þó nokkuð á óvart: „Þau eru mjög skemmtileg og eru miklir heimspekingar án þess að hafa fengið nokkra þjálfun. Kennslustund gengur þannig fyrir sig að við byrjum á að lesa texta sem inniheldur eitthvað ákveðið efni. Því næst spyrjum við og fáum viðbrögð frá krökkun- um. Svo reynum við að leiða umræðurnar eftir áhugasviðinu hverju sinni og það eru ótrúlegustu hlutir og hugmyndir sem koma upp í tímunum." Þegar ég spyr Hrein hvers vegna hann hætti að kenna sjálfur við skólann í haust og varpaði því yfir á þessar konur, svarar hann af mikilli hógværð að hann hafi alltaf þroskast svo hægt: „Ég var búinn að vera í þessu Í10 ár þegar ég komst að því að það þyrfti að virkja fleiri, koma öðrum inn í þetta. Maður verður jú þeim mun ríkari eftir því sem maður deilir því með fleirum." Engin stelpnanna er kennaramenntuð, en Hreinn undirbjó þær með svolitlu nám- skeiði en annars reynir hann að skipta sér sem minnst af þeim: „Þær hefðu aldrei komið til greina nema af því þær hafa bakgrunn í heimspeki. Al- mennir kennarar hafa öðruvísi styrkleika á bak við sig. Besta aðferð til að kenna heim- speki er að nota aðferðir heimspekinnar sjálfrar, það þarf ekkert að vera í einhverri umbúðafræði til þess. Svo kemur bara í Ijós eftir áramót hvort þær hafi staðið sig vel, hvort krakkarnir haldi áfram á nýrri önn og hvort allt fyllist af nýnemum.“ 24

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.