Vera - 01.12.1998, Side 30

Vera - 01.12.1998, Side 30
Viðtal: Friðrika Benónýsdóttii íslensk erfðaprinsessa Rætt við Unni Jökulsdóttur aðstoðarmann forstjóra íslenskrar erfðagreiningar Ekkert íslenskt fyrirtæki hefur vakið annað eins umtal og athygli síðustu árin og islensk erfðagrein- ing. Hvert einasta mannsbarn í landinu þekkir þetta nafn og allir hafa ákveðnar skoðanir á starfsemi fyrirtækisins, þótt fæstir hafi nokkra mótaða hugmynd um hvað fer fram innan veggja þess. Unnur Jökulsdóttir hefur verið aðstoðarmaður forstjóra íslenskrar erfðagreiningar síðan fyrirtækið hóf störf haustið 1996 og auk þess séð um almannatengsl og starfsmannastjórnun. Unnur er þekkt sem kona sem er ó- hrædd við að feta ótroðnar slóðir og tugþúsundir íslendinga þekkja hana fyrst og fremst sem konuna sem sigldi á seglskútu um öll heimsins höf f heil fimm ár með Þorbirni Magnússyni og miðlaði okkur af þeirri reynslu í bók- unum ( kjölfar Kríunnar og Kría siglir um Suðurhöf. Okkur leikur forvitni á að vita hvernig heimshornaflakkari og rithöf- undur breytist í aðstoðarmann for- stjóra fjölþjóðlegs fyrirtækis og bönk- um því uppá hjá Unni á hrollköldu og dimmu haustkvöldi sem vekur þrá eftir suðrænni hlýju og litagleði einsog þeirri sem hún lýsir svo vel í bókunum sínum. Standandi á tröppunum í nístandi næð- ingnum getur maður ekki annað en velt því fyrir sér hvernig kona sem upplifað hefur það sem Unnur hefur upplifað geti haldist við hér á skerinu. Og svo opnast dyrnar og Ijóshærð kona í skósíðri, svartri peysu með skinnkraga býður mér bros- andi að ganga í bæinn. Við setjumst inn í stofu þar sem áhrif framandi menningarheima eru greinileg, listmunir frá ýmsum löndum skreyta 30

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.