Vera - 01.12.1998, Síða 38

Vera - 01.12.1998, Síða 38
Guörún Dís lónatansdóttir í allri sinni dýrð! Kvennasögusafn íslands hóf síóastliðinn vetur sýningar á verkum íslenskra myndlistar- kvenna. Markmið sýningarhalds- ins er aó kynna íslenskar mynd- listarkonur og gefa fólki færi á að heimsækja safnið án þess að eiga þangað formlegt erindi. Sýningargestir hafa margir hverjir sagt að þeir væru að koma í fyrsta sinn í Þjóðarbókhlöðuna og þótt þetta kærkomið tækifæri til að heimsækja Kvennasögu- safnið í nýjum húsakynnum. Það var listakonan Rúna sem reið á vaðið með sýningu á pensílteikn- ingum sem unnar eru á japansk- an, handgerðan pappír. Hún er þó einkum þekkt fyrir myndgerð á steinleirs- og postulínsflísar. Ekki hefur verið mótuð ákveðin stefna hvað varðar sýningarhald í safninu. Það er einungis rýmið sjálft sem setur ákveðnar skorð- ur. Hingað til hefur verið haft samband við listakonurnar en vonast er til að í framtíðinni muni þær sjálfar hafa frumkvæði að sýningarhaldi í Kvennasögusafni íslands. V J Auður Ólafsdóttir er ein þeirra myndlistarkvenna sem sýnt hafa í Kvenna- sögusafni íslands. Það var blíðskaparveður þegar hún kom stormandi inn í Þjóð- arbókhlöðuna með Carls- berg-trékassa undir hand- leggnum, fullan af vatns- litamyndum. Þeir sem komið hafa í Kvennasögu- safnið vita að sá sem þar situr hefur enga hugmynd um hvernig veðrið er ut- andyra. En þegar Auður fór að setja upp myndirnar sínar var eins og það birti upp og sólin skini innan veggja safnsins. Það fór ekki hjá því að um mann liðu heitir og litríkir straumar þegar maður virti myndirnar fyrir sér. Sól, fuglar og konur. Ást- fangnar konur? Hugsandi konur? Sorgmæddar kon- ur? Ráðvilltar konur? Það verður hver og einn að túlka fyrir sig. 38

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.