Vera


Vera - 01.12.1998, Qupperneq 39

Vera - 01.12.1998, Qupperneq 39
„Ætli þetta séu ekki allt sjálfsmyndir", segir Auður og hlær. En segir þó að hún hafi I raun aldrei fengist við að mála sjálfsmyndir á meðvitaðan hátt. „Ég hef verið að velta því fyrir mér. En ég lít svo á að þegar maður er að fást við að mála konur sé maður að fást við sjálfan sig í leiðinni. Kannski er hægt að kalla það sjálfsmyndir þó svo að ókunnugir sjái ekki að konurnar séu allar ég sjálf.“ Allt saman konu-myndir Auður útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskólanum 1987. Hún hefur starfað sem myndmenntakennari í Hagaskóla og unnið að eigin verkum samhliða kennslunni. Auður hefur þó lagt kennslustörfin á hilluna í bili til að sinna tvíburunum sínum, Sól og Sölva, sem eru á öðru ári. Hún hefur þó ekki lagt penslana á hilluna því síðastliðið vor hélt hún sína þriðju einkasýningu i gallerí Horninu. Auður talar um að viðfangsefnin hverju sinni hljóti alltaf að ráðast af því sem lífið snýst um á ákveðnum aldursskeiðum og tímabilum ævinnar. Persónuleg reynsla og upplifun hljóti að marka spor í listsköpun hvers og eins. „Það litar líf manns alveg gífurlega að eignast allt í einu tvíbura á gamals aldri,“ segir Auður „og vissulega eru það mikil viðbrigði. En þrátt fyrir að ég þurfi að skipuleggja hverja stund dagsins hef ég þó sjaldan afkastað jafn miklu. Ég var ákveðin I að koma upp einkasýningunni í gallerí Horninu og vann út frá ákveðnu þema sem tengdist á einn eða annan hátt fæð- ingu tvíburanna. Ég var búin að bíða lengi eftir þessum börnum og segja má að allar myndirnar tengist þessum tíma, þessari bið. Ég reyni að koma hugmyndunum á framfæri á sem ein- faldastan máta, finna eitthvað smátt og gera það að stóru verki. Við erum svo gjörn á að líta alltaf á manneskj- una í heild sinni, horfa á fjöllin úr fjar- lægð en komum síður auga á þetta smáa og fallega í umhverfi okkar. Þrátt fyrir að myndirnar séu ekki „fígúratívar" eru þær allar „konu- myndir" og eiga að túlka upplifun konunnar á frjóseminni. Hugtök eins og sáning og uppskera eru ríkjandi í myndunum. Ég er einnig að fást við þennan eilífa samanburð eða alhæf- ingar um eitt og annað. Að konur séu svona og karlar hinsegin. Tvíbur- ar séu eins. Og þannig mætti lengi telja. Þetta sýni ég á táknrænan hátt í myndsköpun minni, t.d. í mynd af tuttugu dropum sem í fljótu bragði virðast eins en þegar grannt er skoð- að er hver dropi einstakur." Tvær myndir, fugl og fiskur sem mynda samstæðu, vöktu sérstaka at- hygli sýningargesta. Auður segir að þetta séu myndir af tvíburunum, hennar sýn á sálir þeirra og persónu- leika. Fuglinn og fiskurinn tákna tvær ólíkar sálir sem eru sprottnar af sama meiði. Fræ sem vex og dafnar Auður segir að meginþorri nemenda í Myndlista- og handíðaskólanum séu konur en sem starfandi listamenn séu konur í minnihluta. „Það kemur auð- vitað margt til. Sumar telja sig ekki hafa ráð á því að gera listina að at- vinnu sinni eins og skiljanlegt er. Svo virðist sem karlmennirnir séu á ein- hvern hátt þrjóskari. Þeir láta sig frekar hafa það að vera blankir fyrir það að starfa að myndlistinni. Margar konur hætta að stunda list sína í lengri eða skemmri tíma þegar þær eignast börnin og það verður að segj- ast eins og er að börn taka mikinn tíma. Eftir að ég átti tvíburana hef ég verið mjög skipulögð og nýtt hverja mínútu. Það kostar gífurlega vinnu, maður er annað hvort að sinna börn- unum eða myndlistinni. Margar kon- ur velja að eignast engin börn og eru sáttar við ákvörðun sína. Það er vissulega val hverrar konu. Sjálfri finnst mér það hafa gefið mér mikið að eignast börnin. Það sáir einhverju fræi í hjartað, sem vex og dafnar og kemur, að ég held, fram í listsköpun minni." Hélt að ég yrði bara fóstra Þegar Auður sótti um inngöngu í Myndlista- og handíðaskólann lagði hún um leið umsókn inn í Fósturskól- ann. „Það voru um 130-140 manns sem sóttu um að komast í Myndlista- og handíðaskólann á þessum tíma og allir þurftu að taka inntökupróf. Eftir fyrsta hálfa daginn var óg sannfærð um að ég yrði bara fóstra og það væri allt í lagi. En það skondna var að ég komst inn í þennan skóla en ekki Fósturskólann. Þar vantaði mig eitt- hvað upp á grunnmenntunina til að fá inngöngu. Svo að ekki varð ég fóstra.“ En eitthvað hefur þetta nú blundað í Auði því hún ákvað að fara í kenn- aradeildina. „Mér fannst það sorgleg tilhugsun að eyða fjórum árum í myndlistarnám og fara síðan að vinna í búð eða eitthvað álíka, þvi brauð- stritið tekur nú alltaf við. Ég valdi kennarabrautina til að geta að minnsta kosti starfað í tengslum við myndlistina i framtíðinni. Þegar ég átti eitt ár eftir langaði mig óskaplega til að hætta en ákvað að þrauka. Ég tók siðan eitt aukaár í skólanum af því að Bitruhúlsi 2 • 569 1616 Skólavörðustíg 8 • 562 2772 kærkomin gjöf í sönnum jólaanda Við bjóðum allar stærðir og gerðir af öskjum eða gjafakörfum. Þú ákveður stærðina og setur fram þínar hugmyndir um samsetningu og útlit og þá upphæð sem þér finnst viðeigandi. Þú getur bætt í pakkann vínflösku, konfekti. korti eða öðru sem andinn blæs þér í brjóst. Hringdu eða komdu til okkar með óskir þínar — við útfærum þær á smekklegan hátt. ^síen&kiA/ asta/i/ 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.