Vera - 01.12.1998, Síða 40

Vera - 01.12.1998, Síða 40
mig langaði að prófa aðra deild og valdi grafíkdeildina. Þar komst ég að því að grafíkin hentaði mér alls ekki. Ég er rösk og vinn fremur hratt. Vinnsluferlið í grafíkinni er mjög langt og maður þarf að vera mjög þolin- móður við þessa vinnu. En það hentaði alls ekki mínum persónuleika að þurfa að bíða svona lengi eftir að sjá útkomuna. Ég hef því ekki stundað grafík eftir að ég útskrifaðist en einbeitt mér að því vinna með akrýl og vatnsliti." Listasagan mætir afgangi Að loknu námi fór Auður að kenna unglingum í Hagaskóla. Hún segir að það hafi gefið sér mikið en jafnframt verið mjög orkufrekt starf. „Að kenna unglingum er alveg sérstakur kapítuli. Það er svo gaman að kenna börn- um þegar þau eru ung vegna þess að þau eru svo ánægð með allt sem þau gera. Ég vildi óska að þau héldu því svolítið lengur. Frá tíu ára aldri fer sjálfsgagnrýnin að verða áberandi og á unglingsárunum er hún orðin mjög ríkjandi. Unglingarnir virðast líka hafa mikla þörf fyrir að verkefnin hafi ákveðinn tilgang og heiti einhverjum nöfnum eins og t.d. litafræði eða formfræði. Frjáls eða huglæg efni reynast þeim mun erfiðari." Auður talar um að um 30% af kennslutímanum fari í að halda uppi aga en það sé kannski að vissu leyti eðlilegt þar sem mikil spenna ríki á milli kynjanna í blönduðum bekkjum. „Einbeitingin ríkur út í veður og vind. Þess vegna myndi ég mæla með að bekkjum væri skipt upp eftir kyni, að minnsta kosti að hluta til. Einu sinni fékk ég af tilviljun bekk þannig skip- aðan að ég kenndi stúlkunum fyrir jól og strákunum eftir jól. Ég verð að segja eins og er að það hefur aldrei verið jafn ánægjulegt að kenna nokkrum bekk. Það er ákveðinn grundvallarmunur á vinnubrögðum kynj- anna. Maður getur yfirleitt alltaf sagt til um hvort stelpa eða strákur hafi unnið verkið. Stelpurnar virðast hafa þetta fínlega „element" í sér. Það er nauðsynlegt að virkja þessi ákveðnu einkenni og hvetja krakkana til að nýta sér þau.“ Auður segist hafa orðið fyrir vonbrigðum með nýju menntastefnuna. Hún hafi vonast eftir að sjá aukinn tímafjölda fyrir verklegu greinarnar til að hægt væri að gefa krökkunum betri innsýn í listasöguna. „Það verður að gefa börnum og unglingum færi á að kynnast listasögunni og læra þannig að skoða og meta myndlist. Stundirnar sem við höfum fyrir verk- lega þáttinn eru svo fáar og dýrmætar að það er afar erfitt að þurfa að þeysast með bekki á milli safna og hafa auk þess ekkert tiltækt námsefni í listasögu. Það er alfarið í höndum kennarans hvernig hann leysir þenn- an þátt af hendi.“ Sveiflukenndar tekjur í myndlistinni eins og i öðrum geirum atvinnulífsins ríkir mikil samkeppni. Hver og einn þarf að afkasta miklu til að öðlast athygli og viðurkenningu viðskiptavinarins. Auður segir að listamenn þurfi að gæta þess að vera sýnilegir, bæði með því halda reglulega sýningar og selja verk sín í galler- íunum. Hún segir að eftir því sem hún vinni meira því fleiri verk selji hún og þannig myndist eins konar keðjuverkun. „Galleríin leika sífellt stærra hlutverk í listaheiminum en vissulega eru skoðanir manna mjög mismunandi um þeirra þátt. Sumum finnst jafnvel að þau setji myndlistina á lægra þlan. Ég er ekki sammála því vegna þess að maður verður að horfast í augu við raunveruleikann. Galleríin gera listafólkinu kleift að lifa af listinni og þeir sem selja vel geta jafnvel unnið að stærri verkum fyrir hagnaðinn af þeim minni. Mér finnst líka mjög já- kvætt að fólk geti leyft sér að kaupa íslenska myndlist á viðráðanlegu verði og að hún prýði heimili landsmanna," segir Auður að lokum og flest- ir geta eflaust tekið undir það. 40

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.