Vera


Vera - 01.12.1998, Qupperneq 53

Vera - 01.12.1998, Qupperneq 53
Eftir aö sósíalísku stjórnkerfin í Miöaustur-Evrópu liöu und- ir lok voru þaö leiðtogar pólitískra andófshópa og mannrétt- indahreyfinga sem mynduðu fyrstu lýöræöislega kosnu ríkis- stjórnirnar. í ljósi þess aö konur voru stór hluti af þessum hreyfingum og áberandi í fremstu röð er athyglisvert að þær skiluðu sér ekki i teljandi mæli inn á þing eða í stjórnunarstöð- ur eftir breytingarnar. Nýju stjórnkerfin voru og eru karlstýrð lýðræði, „male democracies", og þó svo að Pólland, Tékkland og Ungverjaland búi við ólikar þjóðfélagsgerðir og sögu, á þessi fullyrðing við þau öll. Leiðtogar þeirra pólitísku andófshópa, sem hér verður fjallað um, voru talsmenn mannhyggju og vinstristefnu. Þrátt fyrir það var þróun í átt til frjáls markaðs- hagkerfis að hætti nýfrjálshyggju mikilvægasta verkefni eftir að þeir tóku við stjórnartaumunum. I skjóli pólitiskra og efnahags- legra umbreytinga láta ráðamenn kröfur kvennahreyfingarinn- ar sem vind um eyru þjóta og benda á brýnni verkefni sem krefjast skjótari afgreiðslu en málefni kvenna. Kröfur um að konur sinni sínum kynbundnu hlutverkum, umhyggju- og lág- launastörfum, hafa jafnframt aukist á óöruggum tímum þjóðfé- lagslegra breytinga. Til þess að markmið mannréttindahreyf- inganna um lýðræði fyrir alla verði að veruleika er nauðsynlegt að kynferði einstaklinganna skipti ekki sköpum um réttindi þeirra í þjóðfélaginu. Mótmælaganga í Prag 1989 - "People straighten up". Meðan á þjóðfélagsbyltinginn stóð börðust konur og karlar saman gegn rikisvaldinu. En eftir fyrstu lýðræðislegu kosningarnar hurfu konurnar af sjónarsviðinu. Femínískar fræðikonur hafa haldið því fram að lýðræðislegt þegna- samfélag móti þann pólitíska mismun kynjanna sem kynjaskipting nú- tíma þjóðfélaga grundvallast á. konur í pólitískum andófshópum og voru oft í fremstu röð baráttumanna. Hin yfirborðs- lega jafnréttisstefna rikissósíalismans glæddi einnig vonarneista um að lýðræðis- legir stjórnarhættir myndu bjóða konum og körlum sömu tækifæri og taka þar með aðra stefnu en þekkist á vesturlöndum. Sam- kvæmt hugmyndum andófshópanna átti þegnasamfélagið, sem var sterkasta lýð- ræðislega aflið á byltingartímanum, að við- halda krafti og margbreytileika þjóðfélagsins eftir breytingarnar. Háleitar hugmyndir um vald fólksins fölnuðu þó fljótt og mótun lýð- ræðislegra stjórnarhátta var ( höndum þröngs hóps karlmanna og drottnun karla- veldis þar með gulltryggð. Stjórnarfarsbreyt- ingarnar einkennast því, út frá kvenfræðilegu sjónarmiði, af mótun þjóðfélagslegra kynja- samskipta eftir hentugleika karlaveldis. Ég styðst við þá skilgreiningu hugtaksins „karlaveldi" að það sé fyrirkomulag sem stofnanagerir vald karlmanna innan ólíkra fé- lags- og þjóðfélagslegra samskipta. Karla- veldið skapar þá þætti félagsmótunar sem lýsa sér í skipulagi kynjasamskipta nútíma- þjóðfélaga. Auðkenning þess er ekki vald feðranna heldur staður án kvenna þar sem ekki er tekin ábyrgð á málefnum þeirra eða fjölskyldna. Þegnasamfélag og stjórnarfars- breytingar í nútímakenningum um þróun stjórnarhátta í átt til lýðræðis, sem komu fram í kjölfar stjórnarbyltinganna í Austur-Evrópu, beinist athygli fræði manna enn á ný að hugtakinu „þegnasamfélag" (civil society). Eldri skil- greining hugtaksins byggir á hugmyndum um mótvægi fólksins við ríkisvaldið sem eitt af máttarstólpum lýðræðis. Myndun þegna- samfélags táknar hættu fyrir alræðisstjórnir því styrkur fólksins getur leitt til falls þess stjórnkerfis sem alræðið hvílir á. í þeim skiln- ingi var og er mótun þegnasamfélags ó- missandi þáttur í að koma á og styrkja stoð- ir lýðræðislegra stjórnarhátta. [ dag tengist hugtakið vangaveltum um styrk og stöðug- leika lýðræðislegra stjórnkerfa sem og vel- 53
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.