Vera - 01.12.1998, Síða 56

Vera - 01.12.1998, Síða 56
Hvad er Brautargengi ? Arnhildur Asdís Kolbeins Brautargengiskonur til írlands Brautargengiskonur í móttöku á skrifstofu Evrópu- sambandsins, ásamt Padraig Flynn og talsmönnum National Women's Council of Ireland. í kjölfar ráðstefnunnar Konur og frumkvæði, sem haldin var þeg- ar fyrsti hópur Brautargengiskvenna útskrifaðist sl. vor, hófst um- ræða innan Félags Brautargengiskvenna um að áhugavert væri að kynna hópinn einnig á erlendum vettvangi og jafnframt að leita eftir tengslum við erlend samtök kvenna í viðskiptum. Ferða- nefnd fór þegar af stað til að skoða möguleika á því og var sjón- um fyrst og fremst beint til tveggja landa, Færeyja og írlands. 3ð Brautargengiskonur ættu er- Brautargengi er verkefni á vegum Reykja- víkurborgar, félagsmálaráuneytis og lön- tæknistofnunar, sem hrundið var af stað haustið 1997. Um er að ræða tveggja ára verkefni i formi námskeiðs og fyrirlestra og er það ætlað fyrir reykvískar athafna- konur sem hafa áhuga á að hrinda við- skiptahugmynd sinni í framkvæmd. Tveir hópar með u.þ.b. 25 konum hafa nú farið í gegnum þetta námskeið og þriðji hópur- inn lýkur námskeiðinu um n.k. áramót. Fyrri veturinn hittust konurnar einn eftir- miðdag i viku, ræddu málin, miðluðu reynslu sinni, unnu verkefni og hlýddu á fyrirlestra um helstu atriði viðskiptafræða. Sumar kvennanna höfðu þegar fyrirtæki í rekstri við upphaf verkefnisins, en aðrar einungis drauminn - viðskiptahugmynd- ina. Undir leiðsögn ráðgjafa, sem voru til taks fyrir hópinn, tileinkuðu þær sér ný vinnubrögð í rekstri og stjórnun fyrirtækja sinna og unnu að því að setja upp og hrinda viðskiptaáætlunum sínum í fram- kvæmd. Seinni veturinn hittust konurnar einu sinni í mánuðí og unnu verkefni á- samt því að kynna sér hagnýt atriði í ís- lensku viðskiptalífi, svo sem um starfsemi utanríkisráðuneytis, Útflutningsráðs, sjóða, banka og annarra fyrirtækja og stofnana sem veita fyrirtækjum þjónustu. Auk reglulegra funda á vegum Brautar- gengisverkefnisins, ákváðu konurnar sjálfar að hittast oftar og kynna hver fyrir annarri hver þróunin væri í rekstri fyrir- tækja þeirra og leita ráða hjá hópnum um tiltekin atriði. Tvisvar sinnum á tímabilinu voru skipulagðar vinnuhelgar, þar sem hópurinn fór út úr bænum og þóttu þær gefa einstaklega góða raun við að tengja hópinn traustari böndum og við að örva og styrkja konurnar í þvi sem þær voru að gera hver fyrir sig í sínum fyrirtækjum. Þegar leið að lokum verkefnisins voru konurnar búnar að gera sér Ijósa grein fyr- ir því að styrkur hópsins væri ómetanleg- ur fyrir þær. í samvinnu gátu þær hrint mörgum hlutum í framkvæmt sem ill- mögulegt var að gera einar og sér, enda flestar með mjög lítil og fámenn fyrirtæki. Því var Félag Brautargengiskvenna stofn- að þann 17. aþríl 1998. Félaginu er aðal- lega ætlað að vera vettvangur stuðnings, samvinnu og hvatningar. Þar sem rætur hópsins liggja hjá Reykjavíkurborg, var Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fengin til að vera verndari félagsins. Þeg- ar fyrstu tveir hóparnir luku verkefninu s.l. vor, héldu konurnar ráðstefnu og kynn- ingu „Konur og frumkvæði" í Borgarleík- húsinu, 21. maí 1998, í þvi skyni að kynna sig og fyrirtæki sín fyrir almenningi. Ráóstefna þessi var alfarið framtak þess- ara kvenna og var hún vel sótt og tókst einstaklega vel. Niðurstaða nefndarinnar var sú indi við írskar kynsystur sínar og ber til 1. nóvember. Fjórtán Brautargengiskonur ákváðu að taka þátt í ferðinni. Haft var samband við Network Ireland, The Organization for Women in Business (samtök írskra kvenna sem eiga og stjórna litlum og meðalstórum fyrirtækjum) og The Small Firms Association - SFA (samtök smáfy- irrtækja á frlandi) og samtök þessi beðin um að funda með Brautargengiskonum ef mögulegt væri, eða aðstoða þær við að afla tengsla og sambanda á írlandi. Ekki var ferðin ákveðin frá 29. októ- var hægt að koma á fundi með Network, sem hefði þó verið mjög áhugavert fyrir Brautargengiskonur, þar sem um er að ræða mjög hliðstæð samtök og Félag Brautargengiskvenna. Network er sam- tök 500 kvenna, sem eiga og stjórna litl- um eða meðalstórum fyrirtækjum, kvenna sem eru stjórnendur í fyrirtækjum í versl- un, þjónustu, iðnaði og fjármálum, svo og kvenna sem sitja í ríkisstjórn eða á þingi. Hinsvegar fengu Brautargengiskonur

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.