Vera - 01.12.1998, Page 62

Vera - 01.12.1998, Page 62
j ó l a b œ k u r s46ötd oy, efatc fan&i 9C&1 ^9 ?4CCt tcí Cecnyenðevt "Tften&futH. Cfí&t <Uf þoatuCw. LIUULEIKHÚSIð iuiu uhnú Liljuleikhúsið eftir Lulu Wang Mál og menning 1998. Þýtt úr hollensku (Het Lelietheater 1997) af Sverri Hólmarssyni. 471 bls. Liljuleikhúsið er hálfsjálfsævisögulegt verk eftir rithöfundinn Lulu Wang. Bókin lýsir uppvaxtarárum Lian Shui (Lulu Wang) í Kína á tímum menning- arbyltingarinnar. Þetta voru tímar þegar heimurinn snerist á hvolf í þessu stærsta landi heims, þegar nemendur kenndu kennurum og börn réðu yfir foreldrum. Lian Shui er barn menntamanna og 12 ára gömul, eftir að for- eldrar hennar hafa verið sendir í endurmenntunarbúðir, er hún send á upp- tökuheimili. Líkami Liannar bregst við þessum aðskilnaði frá foreldrum sín- um með þvi að mynda alls konar kvilla og hún er að lokum send til móður sinnar í endurmenntunarbúðirnar. Þar er Lian eina barnið meðal hundruða gamalla menntamanna sem strita daginn út og inn á ökrunum. Helstu menntamenn Kínaveldis eru staddir í búðunum og fær Lian þá bestu kennslu sem völ er á. Einangruð frá öllum jafnöldrum sínum, byrjar hún að hugsa sjálfstætt. Seinni hluti sögunnar gerist þegar Lian Shui og móður hennar hefur verið sleppt úr haldi og segir frá því þegar Lian vingast við stúlku úr neðstu stétt samfélagsins og hvernig þetta samband þróast í trássi við allar siðareglur. Liljuleikhúsið fær titil sinn frá lítilli tjörn við endurmenntunarbúðirnar. Lian fer reglulega að tjörninni til að tala við plönturnar og froskana og æfa fyrirlestra sína um sögu Kína. Þessa tjörn kallar hún Liljuleikhúsið. Það er í Liljuleikhúsinu sem að Lian gagnrýnir fyrst upphátt stjórn Maós formanns (Föðurins, Móðurinnar, Ástmannsins og Ástkonu í eigin persónul). Sú tvíhyggja sem einkennir Kína Liljuleikhússins er ekki aðeins afleið- ing kommúnismans. ( árþúsundir var Kínverjum sundrað af strangri stétta- skiptingu. Þessi skipting helst við valdatöku kommúnisma, en breytist þó svolítið. Lægsta stéttin, bændurnir, er sett ofar hinum. Kínverjar verða að fylgja þessum boðorðum, en innst inni hæðast þeir að þessum öfugsnún- ingi aldagamalla hefða. Bændurnir sjálfir, nýja „valdastéttin" skilur ekki al- veg í hvaða stöðu þeir eru. Þeir halda við gömlum hefðum og nefna stund- um keisarann þegar þeir meina Maó formann. Misskilningur kemur upp þegar Lian og skólafélagar fara út á land til að hjálpa til við uppskeruna. Borgarbörnin tala um hvað sé gott að takast á við þann vanda að vera ó- hreinn, því óhreinum líkama fylgir hrein öreigahugsun. Bóndakonan mis- skilur þetta og byrjar að margafsaka sig fyrir að geta ekki gefið fínu borg- arfrökenunum heitt baðvatn. „Stéttakerfi byltingarinnar (hefur( í laumi gef- ið endurnýjað svigrúm fyrir aldagamalt erfðastéttakerfið." (355). Liljuleikhúsið er mjög vel þýdd og svífur kínverskur andi yfir blaðsiðun- um. Óteljandi myndlíkingar og orð á kínversku gefa íslenska textanum framandi yfirbragð. Slagorð, málshættir og tilvitnanir í Rauða kverið birtast í sífellu og minna á harðstjórnina og hefðarsamfélagið sem persónur bókanna lifa í. Lulu Wang segir í formála sínum að bókinni að hún líti á bók sína eins og vatnsmelónu (5). Þessi myndlíking hennar er hárrétt. Melóna er vatnsósa massi með glommu af hörðum fræjum. Liljuleikhúsið er ekki frumleg saga. Hún segir sögu sem sögð hefur verið þúsund sinnum áður og mun vera sögð þúsund sinnum í viðbót. En ef sagan er vatnskennd, þá er frásögnin að sama skapi safarík. Hægt er að sökkva sér ofan í bókina klukkutímum saman án þess að láta sér leiðast og við og við er sáð örlitlu frækorni hugsunar. Lesandi þarf að taka virkan þátt í lestri bókarinnar. Hann þarf að einbeita sér til að ná tökum á þessu gífurlega framandi sam- félagi sem lýst er og þarf að taka afstöðu með eða móti þessu samfélagi. Tilvistarspurningarnar sem vakna við lesturinn krefjast einnig svara. Lilju- leikhúsið er ekki aðeins um Lian Shui og uppvaxtarár hennar heldur er hún einnig um alræði öreiganna, um kínverska samfélagið, um mannlegt sam- félag. Lesandi lýkur lestrinum með óbragð í munninum og spurningar í hjarta sér um hvers konar skepna mannapinn er. Brynhildur Heiðardóttir Ómarsdóttir

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.