Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 64

Vera - 01.12.1998, Blaðsíða 64
Tragikómedía hversdagstilverunnar Eitruð epli Gerður Kristný Guðjónsdóttir Mát og menning, 1998 Framlag Gerðar Kristnýjar til íslenskra bókmennta þetta árið er smásagnasafnið Eitruð epli. Þar með bætir Gerður þriðju bókmenntagreininni við höfundarverk sitt, en áður hefur hún gefið út hina ágætu Ijóðabók ísfrétt og skáldsög- una Regnbogi í póstinum. Viðfangsefni ellefu smásagna bókarinnar eru fjölbreytileg og er þar komið víða við, t.d. í færeysku sjávarþorpi, reyk- vískum gay-bar og grísku eyjunum á slóð Ódysseifs. Á yfirborðinu eru sögurnar léttar og skoplegar en vilja þegar minnst varir hverfast yfir í kaldhæðpi og myrkur. Persónur sagnanna, sem tilheyra ólíkum stéttum, virðast að sama skapi eiga fátt sameiginlegt en þegar nánar er að gáð reynast þær allar á einhvern hátt umkomulausar og leitandi, í persónulegri glímu við einsemd og óvissu, höfnun og sorgir. Þannig miðla sögurnar, undir gamansömu yfirborðinu, harmi þeim sem leynist í daglega lífinu og baráttu hverrar mann- eskju við að viðhalda sjálfsmynd sinni. Höfundur skapar þessa lagskiptingu m.a. með hlutlægum og hispurslausum ritstíl sem naut sín til fulls, hrímkaldur og meitlaður, í Ijóðum ísfréttar. Hér hættir höfundi hins vegar til að kæfa dramatískt umrót sagnanna með harðangurslegum frásagnarmáta. Sú tilfinningasemi sem geymd er undir yfirborðinu skilar sér aðeins þegar höfundur nær að viðhalda dramat- ískri spennu innan blákaldrar frásagnarinnar. Það tekst einkar vel í sögunni <ská>Selma og Selma, <mm>sem er ein besta saga bókarinnar, en þar notar höfundur írónískt misræmi til að flétta saman hversdagslegri hlutlægni og dulúð sem gædd er goðsögulegri dýpt tvífara- minnisins. I sögum Gerðar Kristnýjar má greina undirliggjandi femíníska umræðu sem birtist í mark- vissri höfnun á hefðbundnum kynjahlutverkum kvenna og miðlægri stöðu karla í heiminum. Aðalpersónurnar eru t.d. allar konur sem standa utan við eða leita út fyrir fyrirfram skilgreind kvenhlutverk. Þær einbeita sér að eigin starfsframa eða lífsstefnu, eru ógiftar og forðast að mynda langvarandi tilfinningasambönd við karlmenn. Þær hvorki koma úr hefðbundnum kjarnafjölskyldum né hafa hug á að stofna til slíkrar. Sagnaþrenningin <ská>Sögur af saumaklúbbi <mm>myndar eins konar þematíska miðju hvað þetta varðar en hún lýsir róttækri uppreisn gegn kynbundnum hlutverkum og ber keim af grótesku töfraraunsæi í anda Svövu Jakobsdóttur. En ef til vill má rekja hina hversdagslegu tilvistarglímu kvennanna í sögum Eitraðra epla til þess- ara óuppfylltu hlutverka. í sögum á borð við <ská>Enginn engill <mm>og Mengele var misskilinn húmoristi gefur að líta persónur sem bíða ósigur fyrir yfirþyrmandi kröfum samfélagsins. ( sögunni <ská>Mikið spilarðu vel <mm>finna konurnar hins vegar tilvistarlegt jafnvægi með því að mynda bandalag sín á milli. Smásagnasafnið Eitruð epli er athyglisverð könnun á innra lífi nútímakvenna sem og almennum tragikómedíum hversdagstilverunnar. Höfundurinn framkvæmir þessa könnun hispurslaust og án nokkurra sérfemínískra formerkja. Þannig eru sögur bókarinnar fersk og skemmtileg lesning sem þó verður að tyggja vel til að ekki standi í hálsinum. Heiða Jóhannsdóttir r j ó l a b œ k u r L. Brotasaga Björn Th. Björnsson Mál og menning, 1998 Brotasaga eftir Björn Th. Björnsson segir frá ævi Önnu Guðrúnar Sveinsdóttur, lausa- leiksbarns sem elst upp hjá vandalausum og flakkar á milli staða stærstan hluta ævi sinn- ar. Líf hennar er langt í frá dans á rósum en þrátt fyrir það tekst henni að halda reisn sinni og virðuleika. Hún reynir margt um ævina, er ráðskona í verbúð, saumakona í Reykjavík og síð- ar í Hull, eignast og elur upp veik börn og býr alla sína tíð í sárri fátækt. Seinni hluta æv- innar býr hún í Vestmannaeyj- um þar sem hún verður þekkt undir nafninu Anna í Björgvin. Björn Th. man eftir þessari fasmiklu konu frá því hann var smápeyi í Eyjum. Persónuleiki hennar og allt yfirbragð varð til þess að mörgum árum seinna hóf hann að grafast fyrir um uppruna hennar og örlög. Frá- sögn hans er að miklu leyti byggð á samtölum við dóttur Önnu en einnig grúskaði hann í gömlum íbúaskrám, bæði hér á landi og í Hull. Og honum tekst vel upp. Höfundur raðar saman brotum úr lífi Önnu ( heillega mynd. Þar sem heimildirnar vantar kemur skáldskapurinn til skjalanna. Persónunni Önnu mun lesandinn seint gleyma. ( bókinni er hún Ijóslifandi kom- in. íslensk alþýðukona í snjáð- um og bættum fötum sem ekk- ert á nema börn sín og áhyggj- ur. En hún lætur ekki bugast, það eru alltaf einhver ráð. Aðr- ar persónur sögunnar eru eink- ar viðkunnanlegar, en fyrst og síðast er það saga Önnu sem ber bókina nær ein uppi. Mikið rannsóknarstarf höfundar hefur skilað sér í bók sem snertir les- andann og veitir honum mikla innsýn í líf íslensks alþýðufólks um og eftir síðustu aldamót. Sigurlína Valgerður B4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.