Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 36
SVEINN EINARSSON
RITMENNT
til að nefna kenningar hans um framandgerð leiksins, þar sem
hafnað er hinni hefðbundnu innlifun sem gjarnan er kennd við
Stanislavskij; persónan, leikarinn og áhorfandinn áttu að henda
á milli sín eins lconar vitsmunalegum bolta til þess að glöggva
sig á því hvað höfundur væri að fara - því ekki gerði Mamma
Kjarkur sér grein fyrir því í leikslok, að stríð væri böl. Reyndar
eru kenningar Stanislavskijs svo margbrotnar að ekki verða þær
bundnar á einn bás og síður en svo að hann hafni vitsmunalegri
greiningu fyrir einhverja sefjandi innlifun. Hins vegar og ekki
síður voru það svo skáldverk Brechts sem einnig hvöttu til þess
að tekin væri afstaða, pólitísk meðvituð afstaða í stað tilfinn-
ingalegrar meðlíðunar.
Halldór Kiljan Laxness hafði opin augu og eyru fyrir báðum
þessum meginstefnum og sér þess merki í helstu sjónleikjum
hans eins og við munum sjá hér á eftir.
Undir 1960 fór að hatta fyrir áhrifum af þessum nýmælum á
Islandi, elcki síst eftir að verk Becketts og Ionescos voru kynnt
hér í Iðnó. Og á sjöunda áratugnum kynnir Leikfélag Reykjavík-
ur verk eftir nýja höfunda eins og Dúrrenmatt, Dario Fo,
Mrozek, Tardieu, Arrabal, Örlcény og Gombrowicz, Þjóðleikhús-
ið sýnir leiki Max Frisch og Harolds Pinters og Gríma bæði
Frisch og Arrabal og svo Jean Genet. Elcki verða verk þessara gáf-
uðu höfunda sett undir sama hatt, en allir áttu þeir sameiginlegt
að þeir fóru nýjar leiðir, bæði hvað form og stíl snerti. Umtals-
verö gerjun var einnig í franskri leikritun á sjötta áratugnum, þó
að Ionesco og Beckett héldu þar forystu og meira að segja hefur
sennilega aldrei verið um meiri tilraunastarfsemi í bandarísku
leikhúsi en einmitt á þessum árum: þarna verða til La Mama
undir forystu Ellenar Stewart, The Living Theatre þeirra Judith-
ar Molina og Julians Beck, The Bread and Puppet Theatre sem
færði leikhúsið út á götuna (og lconi reyndar hingað til íslands
um 1980) og loks var Richard Schechner og síðar Richard For-
man þarna að leggja grunninn að annars lconar leilchústegund,
sem lcölluð hefur verið Performance-leilchús eða Gjörningaleilc-
hús; höfundar eins og Jean Claude van Itallie og Edward Albee
áttu þá sitt blómaskeið, og úr þessum jarðvegi eru bæði Sam
Shephard og David Mamet sprottnir.
Og á þessum árum er einnig milcil gerjun í íslenslcu leilchús-
lífi og íslenslc leilcritun eignast nýtt blómaskeið. Það hefur verið
32