Ritmennt - 01.01.2002, Qupperneq 45
RITMENNT
VORIÐ GEINGUR í LIÐ MEÐ KÁLFUM
Fólk flylcktist hins vegar til að sjá Dúfnaveisluna, sem Helgi
Skúlason stýrði, og þar voru unnin leikafrek, Gísli Halldórsson í
hlutverki kamelljónsins Gvendós og Þorsteinn Ö. Stephensen
sem hlaut Silfurlampann, verðlaun gagnrýnenda, fyrir túlkun
sína á pressaranum. Dúfnaveislunni var á frumsýningu tekið
með kostum og kynjum og viðtökur gagnrýnenda voru í sam-
ræmi við það. Matthías Johannessen skrifaði ítarlegan og afar
lofsamlegan dóm í Morgunblaðið, en hann lagði að öðru jöfnu
elcki fyrir sig leikrýni.9 Og í Þjóðviljanum lýsti Ásgeir Hjartarson
leiknum svo: „Að mínum skeikula dómi er „Dúfnaveislan"
leikrænast, hugtækast og alþýðlegast af sviðsverkum nóbels-
skáldsins íslenzka ... Laxness hefur ötullega glímt við marghátt-
uð vandamál sviðsins og sú viðureign borið sýnilegan ávöxt,
dramatísk þekking hans og verklagni vaxið við hverja raun. Hins
er ekl<i að dyljast að „Dúfnaveislan" ber auðsætt ættarmót
hinna fyrri leikrita, höfundurinn fer sem áður eigin leiðir, slceyt-
ir engu um álit annarra, engum líkur nema sjálfum sér og skap-
ar enn þann sérstæða frumlega stíl sem við þekkjum öll. Hann
kallar „Dúfnaveisluna" skemmtunarleik og er vel við hæfi -
verkið verður ekki skilgreint með venjulegum hætti, slungið
gróskumiklu gamni og djúpri alvöru, félagslegri ádeilu og tví-
sæju háði, og að vanda grípur skáldið til margvíslegra fáránlegra
tiltekta, einkum um miðbik leiksins. Sumar eru dálítið skopleg-
ar, aðrar lítt heppnaðar að mínu viti, skjóta yfir markið, en þann-
ig er Laxness."10
Og þó að áhorfendur hafi skemmt sér vel og lengi yfir Dúfna-
veislunni er því ekki að leyna að hún er margslungið verk sem
gerir miklar kröfur og kom það vel í ljós þegar Leikfélag Reykja-
víkur lagði öðru sinni til atlögu við leikinn fyrir nokkrum árum.
Stundum hefur verið haft á orði, að leikhúsin hafi ekki verið
nógu iðin við að taka þessi verk upp til nýrrar skoðunar og má
vera að satt sé. Á þann sem hér heldur á penna leita þau að
minnsta kosti ekki síður í dag en þegar þau komu fyrst fram.
Margt hefur gerst í íslensku leikhúsi þessi ár og menn hafa þreif-
að fyrir sér með margvísleg stílhrigði. Er skemmst af því að segja
að hafa verður að leiðarljósi að segja fyllilega skilið við alla raun-
9 Matthías Johannessen: Dúfnaveizlan.
10 Ásgeir Hjartarson. Leiknum er lokið, bls. 148.
41