Ritmennt - 01.01.2002, Blaðsíða 47
RITMENNT
VORIÐ GEINGUR í LIÐ MEÐ KÁLFUM
sens. í Endatafli beitir Beckett annars ltonar aðferð, sem byggist
á að endurtaka stef, kasta fram gátum um merkingu hversdags-
legra hluta, spá í tómið, og vílar eltlci fyrir sér að láta hefðbundna
dramatíska spennumyndun lönd og leið. Ionesco á til að útbúa
spennu eins og þegar hjónin í Amedée eru að reyna að losa sig
við ferlíkið í næsta herbergi, sem blæs og blæs út; sjálfar ltring-
umstæðurnar eru fáránlegar og þau moka svosem ekki út með
venjulegum skóflum.
Hugvekjur og heimsádeilur
Halldór fer enn aðra leið. I fyrsta lagi eru verk hans hugvekjur og
heimsádeilur; hann ræðst gegn tvöföldu siðgæði og spillingu í
öllum verkanna, glysi og yfirborðslegum glaumi, taumlausum
sölumennskusjónarmiðum; þarna er miltið lið sem gengið hefur
þessum sjónarmiðum á vald, fegurðarstjórar, inn- og útflytjend-
ur, falsltir saungprófessorar, pípuhattar, meira að segja verklýðs-
forkólfar, sjaldnast með sterlcum persónulegum skapferlisein-
kennum og ber ekki að leikast af natúralisma frernur en nokkr-
ar aðrar persónur í þessum leikjum. I öðru lagi er þarna annað lið
sem ekki verður sennilega allt spyrt saman, þó að sumt af því
eigi það sameiginlegt að breyta sér í allra kvikinda líki eins og
Loki forðum, Sine Manibus, sem stundum er með hendur og
stundum ekki eftir því hvernig kaupin gerast á eyrinni, líkt og
hetlararnir í Túskildingsóperu Brechts, Þrídís, sem er bæði feg-
urðardrottning, sprengjukona og iðrandi portkona, Gvendó sem
er ýmist bláfátækur lögfræðingur eða forríkur umbjóðandi stór-
eigna og gengur þó stundum um í kvenklæðum - slíkar persón-
ur verður einnig að nálgast með táknlegum formerkjum. Þá eru
þeir heilögu, þeir sem eru blandnir „einhverju sem kynni að vera
austræn speki," eins og skáldið komst að orði í grein sem nefnd-
ist Heirnur Prjónastofunnar, því í „öllum leikritum verður að
hafa Frelsara Heimsins."11 Kúnstner Hansen er reyndar nokkuð
sér á parti; er hann listamaðurinn sem tálgar sinn afhöggna fót
og horfir aðgerðarlaus á þegar hún veröld velkist? Tilhneiging
hefur verið til að leika þessar persónur með hlýju og samúðartil-
finningu. Kannski er skáldið að slá á allar slíkar tilhneigingar,
11 Yfirskygðir staðir, bls. 84.
43