Ritmennt - 01.01.2002, Síða 75
RITMENNT
UTAN VIÐ MARKAÐSLÖGMÁLIN
útkomudögum hennar. Svo er annað: hafa
menn áhuga á íslandi, eða eru þeir fyrirfram
vantrúaðir á að nokltuð gott geti komið úr
slíkum stað? Halldóri berast öðru hverju
fregnir um að bækur hans valdi vonbrigð-
um, ekki síst þeim sem halda að á íslandi
búi eskimóar: „Um eskimóa vilja allar þjóð-
ir lesa bók því þeir eru vinsælastur þjóð-
flokkur jarðarinnar; en mjög fáir eru tilleið-
anlegir að lesa bækur um íslendínga" (bls.
214).2 íslenskur höfundur verður af þessum
sökum háður því í raun, hvort hið fágæta og
undarlega er í tísku í heimsbyggðinni og
hvort hans þjóð er þá talin nógu sérltennileg
til að hagnast á þeim vinsældum. A hinn
bóginn var á þessum dögum hægt að finna
eitt land þar sem íslenskur höfundur sem
eitthvað var í spunnið mátti eiga von á góð-
vild og gestrisni, en það var Danmörk og
lágu til þess drjúgar sögulegar, menningar-
legar og pólitískar ástæður.3 í Danmörku
komu bælcur Halldórs út jafnt og þétt - en
hann mátti þó heyra það hjá forleggjara sín-
um Steen Hasselbalch að „við gefum yður
út aðeins uppá stáss. Við höfum yður einsog
fjöður í hattinum" (bls. 203). Með öðrum
orðum: meira að segja í þeirri góðviljuðu
Danmörku var elcki hægt að græða fé á bók-
um hins unga íslendings. „Bréfin í mér
stóðu á núlli" segir í Skáldatíma (bls. 212).
Eitthvað svipað segir Halldór reyndar í upp-
hafi Gerska ævintýrisins, sem út kom 1938
- en þar ræðir hann um hugsanlegar afleið-
ingar þess uppátækis að slcrifa bók sem lýs-
ir samúð með Sovétríkjunum: „Hin smáu
upplög bóka minna í ýmsum prýðilegum
löndum munu heldur mínka en vaxa. Og
það mun verða enn hljóðara um nafn mitt
en fyr."4
Duttlungar markaðarins og áhrif þeirra á
fata librorum hafa vafalítið gert sitt til að
magna vantrú Halldórs á borgaralegu samfé-
lagi og menningu þess og um leið róttækni
hans, sem vissulega átti margar aðrar rætur,
ekki síst kreppuna milclu og ótta við upp-
gang nasismans í Þýskalandi (en þar hafði
útgáfa á Sjálfstæðu fólki verið stöðvuð, ein-
mitt vegna rangra skoðana höfundarins á
Hitler og hans liði). Og hinn sjálfgefni áhugi
hvers slcálds á að sjá verk sín fara víða teng-
ist vonum vinstrimanns um að í Sovétríkj-
unum sé verið að leggja drög að nýjum og
betri heimi. Heimi þar sem ekki er aðeins
verið að byggja miklar verlcsmiðjur og orku-
ver heldur og að kenna almenningi að njóta
lista og bókmennta. Sú hrifning af hinni
sovésku tilraun sem lýst er í Gerska ævin-
týrinu verður hvergi sterkari en í lýsingu á
þeirri miklu dýrkun menningar sem Hall-
dór telur eitt höfuðeinkenni rússnesks bylt-
ingarsamfélags (bls. 142):
Miljónir fólks sem hafði ekki einusinni dreymt
um að læra að lesa var altíeinu farið að næra sál
sína af hinum ódauðlegu verkum meistaranna -
einnig það var ekki hvað síst byltíngin í Rúss-
landi.
Ráðstjórnarríki Gerska ævintýrisins eru
ekki síst góscnland bókmennta og rithöf-
unda. Enda er það eftirtektarvert hve ræki-
lega Halldór tíundar upplög bóka í landinu -
2 Svo merkilega vill reyndar til að eini kaflinn úr
Gerplu sem þýddur var á rússnesku fjallar einmitt
um dvöl Þormóðar Kolbrúnarskálds með ínúítum á
Grænlandi! („Inúity", Inostrannaja literatura nr.
1, 1957).
3 Urn þessar forsendur sjá m.a. Jón Yngvi Jóhanns-
son: Jökelens Storm svalede det kulturtrætte Dan-
marks Pande. Skírnir, vor 2001.
4 Gerska ævintýrið. Reykjavík 1983, bls. 10.
71