Ritmennt - 01.01.2002, Side 80
ARNI BERGMANN
RITMENNT
Illtcaiejiii 3anyMajicn y cBoero paGo'iero crojia. .Ile-
pefl iinm Gjiokhotm, iiojnibie 3anHceii, naGpocwn njiaiia,
nicrbiii jiiict GyMant, na kotopom eiue ne DbrBeneno
aajue ii 3arjiaane. Ka« iia'iaTb Kimry n dto Dto GyaeT
3a iipoii3Beaeniie?
H bot oii na'iaji niicarb:
I^.B. Iloncnoll 201)
„Skald s daljokogo fjorda", upphaf kafla úr minningum
rithöfundarins Polevojs. Halldór Laxness kemur inn í
sovéskan bókaheim í senn sem pólitískur samherji og
rómantísk fígúra: „Skáld úr fjarlægum firði."
höfundurinn Boris Polevoj og fyrsti þýðandi
verka Halldórs á rússnesku, Nína Krymova,
taka það öll skýrt fram í formálum og eftir-
málum að Atómstöðinni og Sjálfstæðu fólki
árið 1954 að Halldór eigi það beinlínis inni
hjá sovétmönnum að þeir gefi út verk hans.
Öll vitna þau í fræg inngangsorð Halldórs að
Gerska ævintýrinu. En þar segir hann á þá
leið, að ef hann eftir Rússlandsdvöl skrifi
hrikalega lýsingu á eymd og kúgun í Sovét-
ríkjunum og eigin vonbrigðum með komm-
únismann, þá verði sú bók þýdd á ótal þjóð-
tungur og muni hún færa honum auð og
frægð og greiða fyrir útgáfu skáldsagna hans
um allan heim. En nú ætli hann að skrifa
bók sem lýsi samúð með hinni sovésku
þjóðfélagstilraun og muni hún síst verða sér
til framdráttar. Meðmælendur Halldórs láta
að því liggja bæði á fyrsta útgáfuári hans í
Moskvu og oft síðar, að þessi íslenski höf-
undur hafi ýmsu fórnað fyrir Sovétvináttu
sína og það beri að meta að verðleikum.
„Hans hjarta, hans heiðarlega hjarta slær
með oss" - eins þótt hann hafi nú fengið
Nóbelsverðlaun, segir Boris Polevoj síðar.10 í
annan stað er vitnað til þess að Halldór sé
nú þegar í góðum félagsskap í heimsbók-
menntunum, hann sé náinn andlegur ætt-
ingi Martins Andersens Nexö (en Nína
Krymova var einmitt helsti þýðandi Nexö á
rússnesku) og Nexö hafi sjálfur látið í ljós
hrifningu af hinum íslenska byltingarsinna í
bókmenntum. Með fylgir að Halldór hafi
snúið baki við skaðlegum borgaralegum við-
horfum til bókmennta og lista. Polevoj segir
í formála sínum að Sjálfstæðu fóllci sem ber
fyrirsögnina „Vinur okkar Halldór Laxness":
Braut rithöfundarins var hvorki bein né greið ...
Hann var um skeið haldinn expressjónisma, súr-
realisma og fleiri formalískum tísku-„ismum"
... en heilbrigð skynsemi sonar verkamanns,
sem frá bernsku þekkti stritið á bóndabæjunum,
hjálpaði honum til að losa sig smám sainan við
aðflutt fánýti og beindi honum á braut raunsæis,
inn á þá ágætu og einu réttu braut sem gengið
hafði á undan honum hinn mikli rithöfundur
Norðurlanda nútímans, Martin Andersen
Nexö.11
10 Boris Polevoj. Vstretsji na perekrjostkakh. Moskva
1962, bls. 225.
11 Boris Polevoj: Nash drúg Halldor Laxness. Formáli
að Samostojatelnyje ljúdi. Moskva 1954, bls. 6.
76