Ritmennt - 01.01.2002, Page 83
RITMENNT
UTAN VIÐ MARICAÐSLÖGMÁLIN
í skrifum um verk Halldórs í Sovétríkjun-
um gleymdist heldur elcki að talca það fram,
að skáldslcapur hans væri í andstöðu við
þær hnignunarbókmenntir sem leggja
áherslu á vanmátt mannsins og einsemd.
Hann sé elcki einn þeirra sem „lciðir lesend-
ur burt frá baráttunni" fyrir betra lífi.18 Það
verður fastur liður í skrifum um bækur
hans að lofa skáldið fyrir að sýna hetjulega
haráttu íslenskrar alþýðu gegn erlendri sem
innlendri kúgun og reisn hennar í lífsstríði
alda sem og fyrir að hjálpa þessari sömu al-
þýðu til vitundarvakningar og betri kjara.19
Skáld skáldaþjóðar
Sovéskir gagnrýnendur og aðrir sem um
Halldór Laxness skrifa gera rnargt til að
skipa honum í góðan félagsskap: með
Maxím C.orkij, Andersen Nexö og síðar Ber-
tolt Brecht. Þeir leggja áherslu á það að þótt
„mótsagnir" rnegi finna í rithöfundarferli
hans þá sé hann jafnan á réttri leið - hæði í
list sinni og viðhorfum til stórmála í heim-
inum. En þegar á líður er slegið á fleiri
strengi í þessari umfjöllun og með vaxandi
styrk. Hér koma saman nolclcrir þættir.
Túlkunin á verkum Halldórs fær fljótlega á
sig ótvíræðan svip þeirrar rómantísku ís-
landsmyndar, þeirrar „norðurtísku", sem
áður hafði lifað sterku lífi hjá Rússurn og er
að koma aftur upp á yfirborðið um sama
leyti og byrjað er að gefa Halldór út á rúss-
nesku. Eins og um aldamótin 1900 fer þá
saman áhugi á norrænni og þar með ís-
lenskri forneskju og samtímanum; nýjar
þýðingar á Islendingasögum ltoma út í Sov-
étríkjunum um svipað leyti og Atómstöðin
og Sjálfstætt fóllc.20 „Norðrið" verður sem
Titilblað að Eldur í Kaupinhafn - rússnesk útg. íslandsklukkunnar
1963.
Arnas Arnæus horfir á eld I Kaupinhafn: þeir sem
skrifuðu um verkin tóku rnjög rækilega undir íslenska
þjóðernishyggju.
fyrr heimur hetjuskapar og skáldskapar.
Barátta persóna í skáldsögum Halldórs Lax-
ness fyrir tilveru sinni er í þessurn skrifum
allt í senn: barátta fátæklinga gegn stéttaró-
vini (Jóni á Útirauðsmýri, Jóhanni Bogesen),
harátta smáþjóðar við erlent vald (danslct í
íslandsklukkunni, amerískt í Atómstöð-
alistitsjeskogo lealizma v liteiatúrakh stian
Zapada. Moskva 1965.
18 Motyljova, bls. 50.
19 Sjá m.a. N. Krymova og A. Pogodin. Halldoi Lax-
ness. Zhizn i tvoitsjestvo. Moskva 1970, bls. 215.
20 Sjá Árni Bergmann: Norðan við kalt stríð. íslensk
menning og samfélag í Sovétríkjunum. Skíinir, vor
1998.
79