Ritmennt - 01.01.2002, Side 85
RITMENNT_________________________________
saga og hrikaleg náttúra hafa skapað: „Hann
[HKL] er íslendingur í merg og bein, afkom-
andi þrautseigra og harðsnúinna bænda sem
aldrei undu sér hvíldar og þurftu næstum
því að slíta upp með tönnunum naumar
gjafir stjúpu sinnar, náttúrunnar."24
Sumt af þessum skrifum má vissulega
kalla hugsunarlítið skjall um smáþjóð og
hennar fremsta höfund og ef menn vilja geta
þeir rifjað það upp, að það er algengur siður
hjá stórþjóðum að taka vel og rækilega und-
ir smáþjóðasérvisku og þjóðernishyggju sem
lætur til sín heyra utan við þeirra eigið
áhrifasvæði. En hér er í rauninni annað og
meira á ferðinni.
Vert er að gefa því sérstakan gaum að
Brekkukotsannáll var sú skáldsaga Halldórs
sem einna mest lof hlaut í Sovétríkjunum.
Bókmenntafræðingurinn Motyljova kemst
að þeirri niðurstöðu í grein um sósíalískt
raunsæi í erlendum bókmenntum, sem birt-
ist árið 1958 og áður hefur verið vitnað til,
að í Brekkukotsannál sé mun betur en í
hinni hápólitísku ádrepu Atómstöðinni
unnið úr því hvernig „vernda má alþýðleg-
an grundvöll þjóðmenningar" og líklega
standi Brekkukotsannáll í þessu efni „nær
aðferð sósíalrealismans".25 Þetta hljómar
undarlega - en þess er að geta að greinin er
skrifuð þegar enn er skylt að hafa sósíalreal-
isma sem allsherjarmælikvarða á bók-
menntir samtímans - og þá lyftir lesandi
verlci sem hann hrífst af á stall með því að
setja á það gæðastimpil þeirrar stefnu.
Brelckulcotsannáll birtist þegar árið 1958 í
hinu útbreidda tímariti Inostrannaja literat-
úra. Sama ár birtist ritdómur eftir M.
Zlobinu um skáldsöguna í fremsta bók-
menntatímariti landsins, Novyj mir. Þar er
______________UTAN VIÐ MARKAÐSLÖGMÁLIN
sterlc áhersla á það lögð hve sérstæður
heimur sögunnar sé, hann lýsi samfélagi
sem „eigi elcki sinn lílca og verði ekki aftur
fundið". Ritdómarinn lofar þessa „ljóðrænu
frásögn" þar sem sagt er frá „öllu hinu besta
í fortíð þjóðarinnar" og um leið frá „hinum
dásamlegu tímum bernsku mannlcynsins
sem er svo rík af óafturkræfri fegurð." Um
leið fjalli höfundurinn með afar eftirminni-
legum hætti um köllun listamannsins, leit-
ina að hinum hreina tóni sem Álfgrímur
ætlar sér að finna en Garðar Hólm hefur
týnt eða svikið: „Laxness trúir því að í list-
inni geti mannkynið endurheimt það sam-
ræmi sem sá heimur sem reis á rústum
Breklcukots hefur glatað og er því fullur af
harmrænum mistökum."26 Fleiri dæmi
mætti rekja um að frá og með Brekku-
lcotsannál dregur noklcuð úr pólitískri eða
„sovéskri" túlkun á verkum Halldórs (sem
er þó alltaf með í för, gleymum því eklci
heldur) og aðrar áherslur sækja á, sem
kenna mætti við „abstrakt húmanisma" en
það hugtak var í sovéskri umræðu einatt
notað um mannúðarstefnu sem léti kröfur
hinnar eilífu stéttabaráttu lönd og leið. Til
dæmis segir V. Neústrojev í bók sinni um
Norðurlandabókmenntir 1870-1970 að
Brekkulcotsannáll sé „lofsöngur um hið
góða, óbugandi lífsvilja þjóðarinnar og hina
miklu list".27 Og það er athyglisvert að þó
nokkrir sovéskir bókmenntamenn eins og
gleyma því um stund þegar fjallað er um
24 Polevoj 1962, bls. 225.
25 Motyljova, bls. 72.
26 M. Zlobina: Skazanije ob islandskom narode. Novyj
mir, 10 , 1958, bls. 263.
27 V.P. Neústrojev. Literatúra Skandinavskikh stran
(1870-1970). Moskva 1980, bls. 265-66.
81