Ritmennt - 01.01.2002, Qupperneq 91
RITMENNT
OG FUGLINN SÝNGUR
saman, og varði vinátta þeirra meðan báðir
lifðu. Þeir áttu margvíslegt samstarf á síðari
hluta þriðja áratugarins og þýddu m.a. sam-
an Vefarann mikla frá Kasmír á ensku vet-
urinn 1927-28. Magnúsi sagðist svo frá
þessu samstarfi þeirra áratugum síðar:
Við störfuðum að þýðingunni saman í fjóra til
fimm mánuði, en alls tók það mig hálft annað ár
að ljúka henni. Jafnhliða unnurn við auðvitað að
okkar eigin störfum. Laxness orti sum af sínum
beztu ljóðum á þessum mánuðum, en ég samdi
lög við jafnóðum. Ljóð frá Syríu (Ég er sú sorg - )
orti hann 12. febrúar 1928, en ég lagið daginn eft-
ir. Þá orti hann Leir skálmandi um gólfið og
hnoðaði leir um leið, en ég samdi lagið sama dag.
íslenzk vögguljóð urðu þá einnig til og lagið litlu
síðar. Ég á enn frumdrög kvæðisins, sem sýna vel
starfsaðferð skáldsins við yrkingar sínar. Síðar
sendi hann mér frá Los Angeles Hún var það alt
- og Vor hinzti dagur er hniginn, sem ég einnig
samdi lög við.1
Eftir því sem árin liðu varð til töluverður
fjöldi sönglaga við ljóð Halldórs, og þótt lög-
in hafi flest orðið til á árunum fyrir og um
1930 hélt Magnús áfram að bæta við safnið
allt fram til ársins 1962. Magnús kallaði
lagaflokkinn „Laxnessíu", og virðist af eft-
irlátnum skjölum hans að dæma sem hann
hafi ætlað flolckinn til útgáfu þótt ekkert
hafi orðið af því.2 Lögin eru um margt at-
hyglisverð þótt vissulega beri þau þess
nokkur merlci að höfundur þeirra hafi eklti
verið fullnuma tónlistarmaður. Helsta ein-
kenni laganna (og þó sérstaklega þeirra
elstu) er óhefðbundið tóntalc, nýjungagjarnt
án þess þó að vera framúrstefnulegt á þess
tíma mælikvarða. Kannski má segja að lög-
in feti að nokkru leyti sama sérkennilega
einstigið milli hefðar og módernisma og er
að finna í ljóðurn Halldórs frá þessum tíma.
Lífsmyndir skálds (1992), bls. 55.
Halldór Laxness og Magnús Á. Árnason í Point Ro-
berts vorið 1929.
Jón Leifs var einnig meðal kunningja
Halldórs á þessum árum. Þó var ekki um
eiginlega listræna samvinnu milli þeirra að
ræða, enda listamennirnir búsettir í sinni
heimsálfunni hvor. Jón og Halldór höfðu
haft nokkur kynni hvor af öðrum rneðan
1 Gamanþættir af vinum mínum, Reykjavík 1967,
bls. 55. Sjá einnig um tónsmíðar Magnúsar í grein
Hrafns Harðarsonar, „Drukkinn af sól og gulli æv-
intýra", í sýningarskránni Magnús Arsæll Arnason,
ritstj. Guðbjörg Kristjánsdóttir, Kópavogi 1999, bls.
10-17.
2 Handrit Magnúsar eru geymd í Bókasafni Kópavogs
en eru óskráð með öllu.
87