Ritmennt - 01.01.2002, Síða 120
1 =l ”
RITMENNT 7 (2002) 116-32 Bi jluiStuI L... Effl
Slcrá um rit
Halldórs Laxness
á íslensku og erlendum málum - viðauki
Jökull Sævarsson tók saman
/
IÁrbók Landsbókasafns 1971 (Reykjavík 1972) birtist skrá eftir Harald Sigurðsson urn
verk Halldórs Laxness á íslensku og erlendum málum. Hún nær yfir tímabilið frá því að
Barn náttúrunnar kom út 1919 og til ársins 1972. í Árbólc 1993 (Reykjavík 1994) var skrá
Haralds endurprentuð með viðbótum eftir Sigríði Helgadóttur. Hún bætti ýmsu við þær
færslur sem fyrir voru og jók við þeim útgáfum sem komið höfðu út 1973-93. Þessi skrá sem
hér birtist er viðauki við skrá Sigríðar og tekur til þeirra útgáfna sem komið hafa út síðan
1993. í skránni eru líka nokkrar útgáfur sem lcomið hafa út fyrir þann tíma en eru ekki í skrá
Sigríðar. Á heimasíðu Landsbókasafns (www.bok.hi.is) má finna ritaskrána í heild sinni.
Skráin er þannig uppbyggð að útgáfum á frummáli er raðað í stafrófsröð eftir titlum, aft-
an við hverja þeirra koma síðari útgáfur og prentanir og loks tilsvarandi þýðingar í stafrófs-
röð eftir heiti tungumála. Þýðingar sem ekki falla undir neitt ákveðið verk á íslensku, t.d.
smásagnasöfn og greinasöfn sem í er efni úr ýmsum bókum höfundar, raðast innan um verk
á frummáli. Þegar um þýðingar er að ræða kemur nafn þýðanda á eftir titli án frekari útskýr-
inga, en komi það fram á bók að hún sé þýdd úr öðru tungumáli en íslensku er getið um það
í athugasemd. Aftast er yfirlit yfir það sem þýtt hefur verið á hvert einstakt tungumál. Um
heildarskrá er að ræða þar sem aukið er við skrá Sigríðar Helgadóttur þeim útgáfum sem
bæst hafa við.
Ritsafn Halldórs Laxness losar nú 50 bindi í útgáfu Vöku-Helgafells. Útgáfur bóka hans á
íslandi eru orðnar um 250, en erlendar útgáfur, að meðtöldum endurprentunum, eru um 500.
Flestar hafa útgáfurnar verið á þýsku eða hér um bil 120, á sænsku og dönsku eru þær um
50. Á ensku, finnsku og norsku eru þær um 25. Árið 2002 var búið að þýða verk Halldórs á
42 tungumál í um 40 löndum. Af einstökum ritum hafa skáldsögurnar Atómstööin og Sjálf-
stætt fólk verið þýddar á 27 tungumál hvor, Salka Valka hefur verið þýdd á 25 tungumál, ís-
landsklukkan 23, Heimsljós 19, Brekkukotsannáll 16, Paradísarheimt 13, Gerpla 11 og
Kristnihald undir fökli 9. Útgáfa Steen Hasselbalchs Forlag á Sölku Völku í danskri þýðingu
Gunnars Gunnarssonar árið 1934 mun vera fyrsta erlenda útgáfan á skáldverki eftir Halldór
Laxness.
116