Ritmennt - 01.01.2002, Side 143
RITMENNT
ILMANSICÓGAR BETRI LANDA
,Æsku-börnin' á íslandi bæðu að heilsa ,Sólskins-börnunum' í
Ameríku". (47) Greinin sem Halldór segir frá birtist svo í Sól-
skini, barnablaði Lögbergs, í Lögbergi 15. júní sama ár. Ber hún
yfirskriftina „Sólskinsbörn. Kveðjusending frá landa ykkar og
vini austur á íslandi," og er sömuleiðis undirrituð af H. Guðjóns-
syni frá Laxnesi.8 I henni ávarpar hann vestur-íslensku börnin,
talar við þau og hrósar þeim fyrir það sem þau hafa slcrifað í blað-
ið, en að hans mati eru þau miklu betri rithöfundar en börnin á
íslandi: „Eftir sögunum að dæma þá eruð þið betur að ykkur en
systkini ykkar hér á ættlandinu ylckar, - það er langt frá að þau
skrifi svo rétt og sernji eins og þið, - sum og mörg a.m.k."
Hann segir þeim frá Islandi, „landinu sem ykkur á að vera
allra kærast," frá vorinu, náttúrunni og birtunni. „Eg veit ekki
hvort þið þekkið bjartar nætur eða ekki - eg hygg þó síður, - en
bjartar nætur eru eitt af því fegursta sem guð hefir látið landi
voru til prýðis." Hann vill að þau læri fallegar vísur um vorið og
segir þeim frá hjásetunni, þegar íslenslcu drengirnir „labba út í
hagann með ærnar á undan sér og seppa við hlið" og hafa með
sér „bækur að lesa sér til gamans." Sjálfur segist hann hafa lesið
allar íslendingasögurnar í hjásetunni og verið búinn með þær
þegar hann var 11 ára: „Ef að mann langar að elska landið sitt en
gerir það ekki beinlínis, þá er meðalið þetta: Lestu íslendinga-
sögurnar, með þeim drekkurðu í þig ættjarðarást." Hann segir
þeim hvorki frá rigningunni né „lögbergssögunum". Það passar
ekki inn í myndina af íslandi.
Halldór skrifar aðra grein í Sólslcin síðar þetta sama ár, og birt-
ist hún í Lögbeigi 9. nóvember 1916: „Til Sólskinsbarna. H.
Guðjónsson frá Laxnesi sendir." Hér segir hann þeim frá íslenslc-
um húsdýrum, kindum, hrossum og lcúm, sem séu að ýmsu leyti
frábrugðin þessum slcepnum vestra. Hann byrjar einnig að segja
frá þjóðháttum, t.d. amboðum og heyþurrkun, en gefst upp á því:
„Aðferðir og vinna við heyþurkunina er margvísleg, - fer bæði
eftir tíðarfari og landslagi - , og eg veit að þið hafið ekkert gam-
an af að heyra um það, því held eg að eg sleppi því."
8 í þessu bréfi til Sólskins segir Halldór frá „greinarkorni" eftir sig sem hafi ný-
lega birst í Æskunni. „Var það um ykkur og Sólskinið. Eg sagði Æskunni frá
sögunum ykkar og hvað þið væruð dugleg og hvað ritstjóri Lögbergs hefði ver-
ið hugsunarsamur að eftirláta ykkur hluta af blaði sínu." í Sólskini 29. júní
1916 er grein Halldórs prentuð í heild „upp úr blaðinu ,Æskan' heima".
139