Ritmennt - 01.01.2002, Síða 143

Ritmennt - 01.01.2002, Síða 143
RITMENNT ILMANSICÓGAR BETRI LANDA ,Æsku-börnin' á íslandi bæðu að heilsa ,Sólskins-börnunum' í Ameríku". (47) Greinin sem Halldór segir frá birtist svo í Sól- skini, barnablaði Lögbergs, í Lögbergi 15. júní sama ár. Ber hún yfirskriftina „Sólskinsbörn. Kveðjusending frá landa ykkar og vini austur á íslandi," og er sömuleiðis undirrituð af H. Guðjóns- syni frá Laxnesi.8 I henni ávarpar hann vestur-íslensku börnin, talar við þau og hrósar þeim fyrir það sem þau hafa slcrifað í blað- ið, en að hans mati eru þau miklu betri rithöfundar en börnin á íslandi: „Eftir sögunum að dæma þá eruð þið betur að ykkur en systkini ykkar hér á ættlandinu ylckar, - það er langt frá að þau skrifi svo rétt og sernji eins og þið, - sum og mörg a.m.k." Hann segir þeim frá Islandi, „landinu sem ykkur á að vera allra kærast," frá vorinu, náttúrunni og birtunni. „Eg veit ekki hvort þið þekkið bjartar nætur eða ekki - eg hygg þó síður, - en bjartar nætur eru eitt af því fegursta sem guð hefir látið landi voru til prýðis." Hann vill að þau læri fallegar vísur um vorið og segir þeim frá hjásetunni, þegar íslenslcu drengirnir „labba út í hagann með ærnar á undan sér og seppa við hlið" og hafa með sér „bækur að lesa sér til gamans." Sjálfur segist hann hafa lesið allar íslendingasögurnar í hjásetunni og verið búinn með þær þegar hann var 11 ára: „Ef að mann langar að elska landið sitt en gerir það ekki beinlínis, þá er meðalið þetta: Lestu íslendinga- sögurnar, með þeim drekkurðu í þig ættjarðarást." Hann segir þeim hvorki frá rigningunni né „lögbergssögunum". Það passar ekki inn í myndina af íslandi. Halldór skrifar aðra grein í Sólslcin síðar þetta sama ár, og birt- ist hún í Lögbeigi 9. nóvember 1916: „Til Sólskinsbarna. H. Guðjónsson frá Laxnesi sendir." Hér segir hann þeim frá íslenslc- um húsdýrum, kindum, hrossum og lcúm, sem séu að ýmsu leyti frábrugðin þessum slcepnum vestra. Hann byrjar einnig að segja frá þjóðháttum, t.d. amboðum og heyþurrkun, en gefst upp á því: „Aðferðir og vinna við heyþurkunina er margvísleg, - fer bæði eftir tíðarfari og landslagi - , og eg veit að þið hafið ekkert gam- an af að heyra um það, því held eg að eg sleppi því." 8 í þessu bréfi til Sólskins segir Halldór frá „greinarkorni" eftir sig sem hafi ný- lega birst í Æskunni. „Var það um ykkur og Sólskinið. Eg sagði Æskunni frá sögunum ykkar og hvað þið væruð dugleg og hvað ritstjóri Lögbergs hefði ver- ið hugsunarsamur að eftirláta ykkur hluta af blaði sínu." í Sólskini 29. júní 1916 er grein Halldórs prentuð í heild „upp úr blaðinu ,Æskan' heima". 139
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190
Síða 191
Síða 192
Síða 193
Síða 194
Síða 195
Síða 196
Síða 197
Síða 198
Síða 199
Síða 200

x

Ritmennt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.