Ritmennt - 01.01.2002, Page 163

Ritmennt - 01.01.2002, Page 163
RITMENNT ILMANSKÓGAR BETRI LANDA hún væri níð um Canada." (92) Síðan segir hann að áheyrendur hafi haft aðrar skoðanir á málinu, þeirra á meðal vinur sinn Guttormur skáld Guttormsson, og fengið því til leiðar komið að hann læsi söguna til enda. í Inngángsorðum að Syrpu segir Hall- dór enn frá tildrögum Nýja íslands og gamla manninum á dyra- pallinum, en bætir því við fyrri frásögn að yfirleitt hafi menn verið stirðir í svörum þegar hann spurði þá um liðna daga úr ný- lcndunni, og hafi mörgum nýlendubændum íslenskum þótt „lít- il þörf á því að rifja upp fátækt sína algjöra á fyrstu árum búsetu sinnar í fyrirheitna landinu".36 Hann segir ennfremur frá því að hann hafi aldrei getað haft uppi á gamla manninum sem sagði honum söguna og það hafi verið eins og enginn kannaðist við hann. „Margir héldu síðar að ég hefði logið upp sögunni til að narrast að vesturíslendíngum. Þegar ég reyndi að lesa hana upp í íslendíngabygðum var bæði reynt að æpa mig niður og toga mig ofanaf pallinum." (78) Skýringuna á þessum breyttu viðhorfum Halldórs er ef til vill að finna í frásögn hans í Skáldatíma (1963) þar sem hann setur Nýja ísland í samband við kæru Vestur-ís- lendings að nafni G.T. Athelstan á hendur honum í Kaliforníu vorið 1929. Þessi maður sem „var ekki einu sinni bandaríkja- maður" (82), heldur „meindýraeyðir að atvinnu" kærði Halldór fyrir innflytjendayfirvöldum í Los Angeles vegna lofsamlegra ummæla um bandaríska rithöfundinn Upton Sinclair, m.a. í af- mælisgrein um hann í Heimskringlu 30. janúar 1929, en þau taldi hann níð um Bandaríkin.37 Halldór var kallaður fyrir rétt og sviptur vegabréfi sínu um stund. I Skáldatíma telur Halldór að þessi íslenski Kanadamaður hafi í raun verið að kæra sig fyrir söguna Nýja ísland, og segir: Þegar ég las upp söguna Nýa ísland, nýsamda, í því bygðarlagi sem hún gerist, sveitaþorpinu Riverton, var þar staddur matvörukaupmaður staðarins veldrukkinn, rnikill djíngóisti sem oft hendir matvörukaup- menn í sveit. Hann varð svo æstur útaf sögunni að menn urðu að halda honum meðan á stóð lestrinum svo hann færi ekki uppí ræðustólinn til 36 Halldór Laxness, Inngángsorð að Syrpu, Seiseijú, mikil ósköp (1977), bls. 77. 37 Grein Halldórs, Upton Sinclair fimtugur, birtist fyrst í Alþýðublaðinu 27. des- ember 1928 og síðar í Heimskringlu 30. janúar 1929. í kjölfar hennar fylgdu hatrammar ritdeilur í vestur-íslensku blöðunum. Sjá Halldór Kiljan Laxness, Af vestur-íslenzku menningarástandi, Alþýðublaðið 29. júní, 2. og 6. júlí 1929. Endurpr. í Af menníngarástandi. Sjá einnig Skáldatíma, bls. 79 o.áfr. 159
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200

x

Ritmennt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritmennt
https://timarit.is/publication/859

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.